Kollagen getur hjálpað til við að endurnýja skemmda liði og flýta fyrir endurheimt

Margar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi kollageni á undanförnum árum og niðurstöður benda til þess að inntaka á kollagen geti hjálpað til við að flýta endurheimt líkamanns og hjálpi til við að endurnýja skemmda liði.

Ein áhugaverð rannsókn var gerð á körfubolta leikmönnum í NBA-deildinni sem höfðu slitið krossband. Teknar voru frumur úr þessum leikmönnum og nýtt krossband búið til á rannsóknarstofu. Í þeirri rannsókn kom í ljós að með því að næra krossbandið með tveimur amínósýrum; prólín og glýsín sem er í kollageni þá styrktist krossbandið töluvert meira. Þessar niðurstöður breyttu meðferð krossbandaslita og er nú leikmönnum í NBA ráðlagt að taka inn kollagen í endurhæfingu sinni til að flýta fyrir endurnýjun beina, sina og brjósks sem hafa orðið fyrir skemmdum.

Einnig sýndu aðrar rannsóknir m.a. að kollagen hefði góð áhrif á íþróttafólk:

  1. Liðamót og taugar: Kollagen er einn af undirstöðuefni bandvefs í líkamanum, sem tengir saman liðamót og heldur þeim saman. Þetta getur hjálpað við að stuðla að liðhreyfigreind, þjálfun og getu til að hægt sé að auka álag á liði og taugar.
  2. Vistkerfið: Kollagen myndar hluta af vistkerfinu, sem er mikilvægur þáttur í að styðja og vernda líffærakerfið, þar á meðal hjartað og lungun.
  3. Húð og vöðvar: Kollagen er nauðsynlegt fyrir heilsu húðarinnar, hár, neglur og vöðvaþræði. Því er einnig rannsakað að kollagen hraðar endurnýjun húðarinnar og getur hjálpað við endurheimt og eru minni líkur eru á skaða í vöðvum og sinum í líkamanum.
  4. Þjálfun og endurhæfing: Mælt er með kollagenuppbót, séu einhverjar skemmdir eða meiðsli, til að bæta endurhæfingu í liðum og vöðvum. Þetta getur einnig hjálpað við að draga úr tíma í endurheimt.

Hvað er kollagen?

Kollagen eru sameindir sem halda vefjum líkamans saman og þess vegna oft kallað “límið” sem heldur líkamanum saman. Kollagen gegnir stóru hlutverki í uppbyggingu húðar, sina, æða, brjósks, beina og bandvefs.

Hvaða ávinning hefur kollagen fyrir heilsuna? 

Húðin okkar samanstendur af kollageni sem byrjar að hrörna um miðjan tvítugsaldurinn og er hraðað af öðrum lífsstíls- og umhverfisþáttum. Kollagen fæðubót getur aukið raka í húð, bætt rakastig, stuðlað að lækningu húðar og styður við hár og neglur.

Virkar kollagenduft? 

Rannsóknir sýna fram á ávinning þess að taka kollagen, en það þarf að taka kollagen reglulega

Mun kollagen hjálpa liðverkjum? 

Liðverkir geta stafað af mörgum mismunandi hlutum, ein algengasta orsök liðverkja eru skemmdir á sinum, liðböndum eða brjóski. Sinar, liðbönd og brjósk innihalda öll kollagen

Er kollagen prótein? 

Já! Kollagen er algengasta próteinið sem finnst í líkamanum.

Hvað er vatnsrofið kollagenpeptíð? 

Kollagenpeptíð eru einangraðar amínósýrur sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr og nota. “Vatnsrofið” þýðir einfaldlega að það sé búið að fjarlægja vetnistengi á milli sameinda þannig að kollagenpeptíðin verða aðgengilegri.

Er kollagen inntaka örugg? 

Kollagen fæðubótarefni eru almennt örugg. Óléttar konur ættu ekki að taka kollagenviðbót nema í samráði við lækni einungis vegna þess að það vantar rannsóknir sem sanna öryggi þess. Það er mikilvægt að kaupa aðeins kollagen-fæðubótarefni frá vörumerkjum sem geta tryggt að fæðubótarefnið sé ekki mengað eða útsett fyrir þungmálmum. Þeir sem eru með fæðuofnæmi ættu líka að vera á varðbergi hvaðan kollagenuppsprettan kemur.

Hversu langan tíma tekur fyrir kollagen að virka? 

Það fer eftir því í hvaða tilgangi þú ert að taka kollagenið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem taka kollagen vegna liðverkja og mýkt húðar sáu ávinning eftir að hafa tekið kollagenfæðubót daglega í 4-8 vikur. Eins og öll fæðubótarefni er kollagen þó ekki kraftaverkarlækning en að halda sig við daglega fæðubót mun skila bestum árangri.

Hvað er sjávar kollagen? 

Sjávarkollagen (i.e., marine collagen) inniheldur kollagen af tegund 1 og er venjulega einangrað úr fisk. Þessi tegund af kollageni er frábær til að nýta allt sem fellur til við vinnslu á fisk vegna þess að venjulega er kollagenið einangrað úr fiskhlutum sem oft er fargað. Kollagen hentar ekki þeim sem eru vegan eða strangar grænmetisætur vegna þess að það er alltaf einangrað úr dýraafurðum. Sjávarkollagen er þó ekki unnið úr eða íblandað með kollageni sem unnið er úr svínakjöti og því hentar sjávarkollagenið öllum þeim sem borða ekki svínakjöt.

Hversu mikið kollagen á að taka daglega? 

Rannsóknir hafa sýnt að 5-10 g/dag af kollageni í 6-8 vikur geti skilað góðum árangri

Kollagenið frá Feel Iceland er hreint hágæða kollagen sem er framleitt úr íslenskum fiski. Til að ná fram bestu gæðum við framleiðslu kollagensins er notaður sérhannaður tækjabúnaður og hefur það tekið áratugi að besta bæði framleiðsluferlið og gæðin. 

Rannsóknir hafa sýnt fram á hraðari upptöku mannslíkamans á kollageni sem unnið er úr fiski samanborið við kollagen sem unnið er úr öðrum dýraafurðum. Kollagen er oftast búið til úr svína- eða nautgripaafurðum en með því að framleiða kollagenið úr íslenskum villtum fisk er ekki hægt að finna nein sýklalyf eða hormón í afurðinni. 

Til að flýta fyrir upptöku líkamans er Feel Iceland kollagenið vatnsrofið og þannig brotið niður í smá mólikúl sem gerir líkamanum kleift að nýta sér það betur. 

Til að staðfesta gæði vörunnar eru sýni úr hverri einustu framleiðslulotu eru send á rannsóknarstofu. 

Feel Iceland kollagenið er 100% hreint kollagen og hentar bæði fyrir Ketó og Lágkolvetna matarræði og inniheldur hvorki rotvarnarefni né önnur aukaefni. 

Hægt er að nálgast meiri fróðleik um kollagen og Feel Iceland hér.

Facebook Comments Box