Endurheimt er lykillinn að árangri í afreksþjálfun

Endurheimt eða „recovery“er hugtak sem enn þann dag í dag er lítið rannsakað fyrirbæri sem margir vilja þó meina að það skipti meira og meira máli í þjálfun íþróttafólks.

Vísindamenn á þessu sviði sem rannsakað hafa endurheimt íþróttafólks á undirbúningstímabili viðurkenna að mikið vanti upp á þekkingu á fyrirbærinu til að hægt sé að fullyrða nokkuð um það.

Hinsvegar segja þeir frá því í sömu rannsókn að þó svo niðurstöður þeirra sýni á engan hátt fram á bætta getu eftir endurheimtaræfingar hafi hún að litlu leyti sýnt fram á minni sársauka í vöðvum við ákveðnar tegundir endurheimtar sem síðan getur leitt af sér betri getu.

Bent er á að þar sem fyrirbærið endurheimt sé lítið rannsakað geti það reynst þjálfurum vel að læra af reynslunni og hafa endurheimtaræfingar einstaklingsmiðaðar.

Niðurstaðan rannsóknar tekur mið af ákveðnum þáttum sem hafa ber í huga varðandi endurheimt;

  • Enduruppbygging glýkógen forða
  • Takmarka vöðvaniðurbrot
  • Enduruppbygging saltforða líkamans
  • Enduruppbygging vökva
  • Takmarka skaða sindurefna
  • Takmarka bólgumyndun
  • Takmark harðsperrur og vöðvaeymsl
  • Byggja upp ónæmiskerfi
  • Næg hvíld/svefn

Mörg þessara atriða snúa að næringu og því hverjum og einum leikmanni í sjálfsvald sett hvernig henna er háttað þó svo þjálfarar geti að sjálfsögðu haft ákveðin áhrif á slíka hluti. Aðrir þættir eins og takmörkun bólgumyndunar, harðsperrur og vöðvaeymsl eru atriði sem hægt er að hafa áhrif á með æfingum og æfingatengdum þáttum eins og ísböðum og kulda- og hitameðferðum.

Rannsóknir á slíkum meðferðum hafa ekki sýnt fram á að slíkt gagnist íþróttamönnum en rannsakendur hafa þó leyft sér að áætla að slíkt geti gagnast íþróttamönnum sem þurfa á snöggri bólgueyðingu og endurheimt að halda.

Facebook Comments Box