Hvernig þjálfar þú hámarksstyrk?

Þegar leikmaður hefur náð ákjósanlegum grunnstyrk er ráðlagt að hann leggi stund á hámarkstyrksþjálfun. Þá er reynt að tengja saman alla þá þjálfunarþætti sem farið var í grunnæfingatímabilinu.

Kröfur knattspyrnunnar snúast mikið um hraða og því verður að hafa í huga að styrktaraukning eigi sér stað án þess að leikmaður þyngist að einhverju ráði. Styrktarþjálfun sem hefur hvetjandi áhrif á taugakerfið er talin af hinu góða og styrkur sem myndast á þennan hátt nýtist vel.

Umbreyting krafts í hraða

Þegar fer að líða að keppnistímabili þarf að hugaað þeim styrktar- og kraftþáttum sem leikmaður þarf að hafa. Eftir að hámarksstyrk er náð hjá leikmönnum er mikilvægt að vinna í hraðaþáttum leikmanna.

Hér er ætlunin að skila hámarksstyrknum sem unnið hefur verið í vikurnar undan í hraða sem skiptir miklu máli þegar snýr að knattspyrnunni. Á þessum tímapunkti er farið að vinna meira í sérhæfðum æfingum sem snúa að íþróttinni og minna fer fyrir grunnæfingum. Hraðaþátt knattspyrnunnar má að mörgu leyti þjálfa með keppnislíkum æfingum, þar sem koma inn í æfingaleikir og mót sem stuðla að frekari hraða.

Greinin birtist fyrst á ksi.is

Facebook Comments Box