Líkamlegar kröfur knattspyrnu

Það eru margvíslegar líkamlega kröfur í knattspyrnu. Knattspyrnumenn eiga að geta keppst um boltann, hlaupið með og án bolta, tæklað, hoppað uppí skallabolta, haft góða stjórn á spyrnum og búa yfirgóðum skilningi á leiknum. Þessar fjölþættu kröfur gera það að verkum að mikilvægt er fyrir knattspyrnufólkað vera í góðu líkamlegu formi.

Í einum leik eru leikmennað taka að meðaltali 10-20 spretti á hámarks ákefð. Flestir þeirraeru styttri en 20 metrar og taka um 3 sekúndur. Leikmenn hlaupa á miðlungs hraða á um 70 sekúndna fresti eða um 80-100 sinnum í leik. Þeir fara í um það bil 15 tæklingar, 10 skallabolta og koma 50 sinnum að boltanum með um 30 sendingum, ásamt stefnubreytingum.

Ótal þættir hafa áhrif á frammistöðu leikmanna eins og líkamleg geta, tæknileg færni, leikstaða, taktískt hlutverk leikmanns og leikstíll. Einnig mætti telja ytri þættieins og veður og andstæðingar.

Í knattspyrnu er mikið um göngu, skokk, spretti, hliðarhreyfingar og aftur á bak hreyfingar en þær eru mistíðar eftir leikstöðum. Vegalengd sem hver knattspyrnumaður hleypur, að undanskyldum markvörðum, getur verið allt frá 9,3 –13,4 km í hverjum leik. Vegalengdin er breytileg eftir leikstöðum og öðrum þáttum sem nefndir eru hér að ofan.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á afreksknattspyrnumönnum sýndu að miðjumenn hlaupa að meðaltali 12 km í hverjum leik. Þeir eru einnig með hærri hámarkssúrefnisupptöku en aðrir leikmenn eða 66,4ml/kg/mín að meðaltali, en varnarmenn og sóknarmenn að meðaltali 61-63ml/kg/mín samkvæmt rannsókn sem gerð var á knattspyrnumönnum í efstu deild í Noregi.

Kantmenn hlaupa næst lengst allra leikmanna eða um 11,5km að meðaltali. Framherjar hlaupa að meðaltali 11km í hverjum leik, en taka flesta spretti miðað við aðra leikmenn eða í kringum 350m samtals. Kantmenn og framherjar taka einnig fleiri spretti en aðrir leikmenn á 23km/klst eða hraðar.

Varnarmenn hlaupa styðst í hverjum leik, að undanskyldum markmönnum, eða um 10km. Þeir taka líka fæstu sprettina, þó samtals álíka vegalengd og miðjumenn, það er í kringum 150-200m.

Markmenn hlaupa aðeins í kringum 4km í hverjum leik og taka fáa spretti. Enda er hlutverk þeirra fyrst og fremstað verja markið.

Það eru ekki einungis leikstöður sem hafa áhrif á vegalengd knattspyrnumanna í hverjum leik eins og áður hefur komið fram. Eftir því sem deildin er sterkari því meiriverða kröfurnar til leikmanna.

Vegalengd knattspyrnumanna í neðri deildum er því ekki endilega sambærileg við leikmenn í efstu deildum. Sama má segja um einstaklingsmun en taka þarf tillit til þess að einstaklingar eru ólíkir.

Gerð hefur verið rannsókn sem sýndi að mikill munur var á líkamlegum mælingum eftir leikstöðum, en jafnframt kom fram mismunur á vegalengd í sömu stöðu. Einn miðjumaður hljóp 12,3km, og þar af 3,5km í hárri ákefð, á meðan að annar miðjumaður í sama leik hljóp 10,8km og þar af 2,0km í hárri ákefð. Því geta margir þættir spilað inn í eins og einstaklingsmunur leikmanns, staða leikmanns, hlutverk hans og mótherjar þegar kemur að muninum á líkamlegum kröfum hverrar leikstöðu fyrir sig.

Ásamt þoli, hafa snerpa, styrkur, tækni og taktík áhrif á frammistöðu í knattspyrnu. Rannsóknir sýna að knattspyrnumenn þurfa að geta aðlagast að öllum líkamlegum kröfum íþróttarinnar. Jafnframt koma þeir inn á að hver og einn þarf ekki að búa yfir fullkomnri getu á öllum sviðum heldur að hafa hæfilega getu á öllum þeirra.

Hæð, vöxtur, líkamsþyngd, líkamsþyngdarstuðull og aldur geta haft áhrif á getu knattspyrnumanna í ákveðnum stöðum. Almennt er munur á afreksmönnum í knattspyrnu eftir leikstöðum og því geta þættir eins og hæð, líkamsþyngarstuðull (BMI) og líkamsþyngd geta verið misjafnir eftir leikstöðum.

Niðurstöður rannsóknar sem gerð var gaftil kynna að varnarmenn og framherjar séu almennt þyngri en aðrir leikmenn og með hærri líkamsþyngdarstuðul. Þá eru varnarmenn taldir líkamlega sterkustu leikmennirnir. Varnarmenn virðast nota mun meira af afturábak hreyfingum í sinni stöðu heldur en aðrir leikmenn. Um það bil 10% af vegalengd varnarmanna í hverjum leik er aftur á bak, á meðan framherjar og miðjumenn hreyfa sigum 5% af heildar vegalengd þeirra í leik aftur á bak.

Niðurstöður gáfu einnig til kynna að miðjumenn hlaupi lengstu vegalengdina beint áfram, eða um 54%, á meðan varnarmenn og sóknarmenn hlaupa um 45% beint áfram af vegalengd þeirra. Aðrar hreyfingar eru því til hliðar. Varnarmenn sinna í raun allt öðru hlutverki heldur en sóknarmenn. Sóknarmenn taka mikið af stefnubreytingum á miklum hraða en það gera varnarmenn ekki. Miðað við niðurstöður rannsókna þurfa miðjumenn að vera í besta líkamlega ástandinu inn á vellinum þegar kemur að þoli; þeir þurfa að búa yfir góðu loftháðu og loftfirrtuþoli ásamt því að vera líkamlega sterkir. Þó hafa miðjumenn almennt minnstavöðvamassann.

Niðurstöður rannsókna á knattspyrnukonum á afreksstigi sýndu að miðjumenn stóðu sig 24% betur á þolprófum eins og t.d. Yo-Yo heldur en varnarmenn og framherjar.

Greinin er upp úr lokaritgerð Guðrúnar Þórbjargar Sturlaugsdóttir, íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Facebook Comments Box