Vökvaneysla íþróttamanna

Vatnið er eitt af mikilvægustu næringarefnunum en gleymist oft í umræðunni um næringu íþróttamanna. Það er mögulegt að lifa af í langan tíma án kolvetna og fitu en ekki án vatnsins. Vatn tapast í formi svita og við útönduní formi gufu. Vatn tapast á báða vegu við líkamlega áreynslu eins og knattspyrnuiðkun og hætta getur myndast á ofþornun.

Til að koma í veg fyrir óeðlilegt vökatap er nauðsynlegt að drekka áður en líkamleg átök eiga sér stað. Einnig er mikilvægt að endurnýja vökvaforða líkamans með því að drekka á meðan þjálfun fer fram og einnig eftir þjálfun. Til að koma í veg fyrir ofþornun erhægt að styðjast við eftirfarandi þumalputtareglu:

Tveimur klukkustundum fyrir þjálfun drukkin þrjú glös af vökva (1 glas jafngildir 2,5 dl). Um 10-15 mínútum fyrir þjálfun tvö glös af vökva og eitt glas fyrir hverjar 15 mínútur á meðan þjálfun eða keppni stendur. Að lokum skal svo endurnýja vökvaforðann eftir þjálfunina með tveimurglösum.

Greinin birtist fyrst á ksi.is

Facebook Comments Box