Ef þig getur dreymt það, þá getur þú það

Einu sinni var ferðalangi sem villtist og bankaði upp á hjá fólki. Þegar húsbóndinn kom til dyra sagðist ferðalanginn vera villtur. Húsbóndinn spurði: „Veistu hvar þú ert?” Ferðalanginn svaraði: „Já, ég sá skilti þegar ég labbaði inn í þorpið.” Húsbóndinn sagði: „Veistu hvert þú ert að fara?” Ferðalanginn svaraði þessari spurningu einnig játandi. Þá mælti húsbóndinn: „Þá ert þú ekki villtur, þú veist hvar þú ert og þú veist hvert þú ætlar. Þig vantar bara leiðbeiningar um hvernig þú kemst þangað.”

Þannig er það oft þegar við strengjum áramótaheit og setjum okkur markmið fyrir næsta ár. Við vitum hvar við erum (við erum t.d. of þung, ekki nógu vel að okkur komin líkamlega séð eða óánægð) og við vitum einnig hvert við viljum fara (verða hraustari, léttast, bæta forgjöfina). Við þurfum bara að finna út hvernig við komumst þangað.

Fjölmargir strengja áramótaheit en aðeins örfáir setja sér reglulega markmið. Í einni rannsókn spurðu sálfræðingur 3000 einstaklinga hvað þeir lifðu fyrir. Flestir sögðust bara njóta dagsins í dag og bíða eftir einhverju – því að fara á eftirlaun, því að verða rík, því að börnin færu að heiman. Flestir voru að bíða eftir morgundeginum, en gleymdu því að allt sem við höfum er dagurinn í dag því að gærdagurinn er farinn og morgundagurinn kemur aldrei.

Árangur án markmiða er bara heppni. Ef við viljum nýta þann kraft sem í okkur býr verðum við að gera okkur grein fyrir því hvert við stefnum. Við þurfum að hafa skýra mynd af því lífi sem við viljum lifa. Með því að setja okkur skýr og greinileg markmið náum við einbeitingu, við vitum nákvæmlega hvert við erum að fara. Hin fleygu orð Thomas Carlyle eiga svo sannarlega við: “Maður með litla einbeitingu ráfar um og nær engum framförum þótt leiðin sé greið en einbeittur maður heldur stöðugt áfram, hversu erfið sem leiðin reynist.”

Ein árangursrík aðferð við markmiðasetningu er að beita sjónmyndun en þá er horft fram á við og reynt að sjá lokaárangurinn fyrir sér í eins mörgum smáatriðum og hægt er og með því að nota öll skynfærin. Ef markmiðið er t.d. að eignast bát er gott að finna hreyfingarnar á bátnum, heyra seglin, finna sjávarlyktina, heyra máfana, sjá ströndina, finna salt bragðið á varirnar og njóta umhverfisins. Þannig sköpum við í huganum það sem við þráum í raunveruleikanum. Sjónmyndun eykur trú okkar og sannfæringu um að við náum markmiðinu. Því það sem við getum ímyndað okkur og séð fyrir okkur getum við öðlast. Walt Disney sagði: „Ef þig getur dreymt það, þá getur þú það.” Ef við sjáum markmiðið skýrt fyrir okkur eru miklar líkur á að okkur takist það.

Á leið okkar að markmiðunum þurfum við að takast á við ýmsar hindranir, sem eru bæði í umhverfinu og innra með okkur. Hindranir í umhverfinu eru ytri aðstæður eins og t.d. veikindi, bílslys eða fjöldskylduaðstæður, hlutir sem við höfum litla sem enga stjórn á. Stærstu hindranirnar eru þó innri hindranir, eins og t.d. hugarfar okkar, skortur á sjálfsaga, skortur á þrautseigju og trúin á eigin takmörk. Þessar hindranir mega ekki vera afsökun fyrir að leggja ekki af stað í átt að markmiðinu. Því ef við myndum bíða heima þangað til öll ljósin væru orðin græn áður en þú leggðum af stað, þá myndum við aldrei leggja af stað. Við tökumst á við ljósin eitt í einu þangað til við erum komin á áfangastað. Það sama gildir um hindranir á vegi okkar.

Það er mikilvægt að sýna þrautseigju og láta það ekki hvarfla að sér að allt gæti farið út um þúfur. Við þurfum að halda fast í drauma okkar og leita leiða til að ryðja hindrunum úr vegi. Þegar eitt gengur ekki upp þá reynum við annað. Við þurfum að þrjóskast við þangað til við náum árangri. Þetta kemur ekki af sjálfu sér en í sjálfu sér getur allt gerst.

Facebook Comments Box