VÍS-bikarinn í körfubolta spilaður í vor
Bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta hefur fengið nýtt nafn og verður VÍS-bikarkeppnin öll spiluð á stuttum tíma í vor. Fyrirkomulagið verður þannig að leikið verður eftir að keppni lýkur í Dominos-deildunum og áður en úrslitakeppni Íslandsmótanna hefst í maí.
Það var kynnt á sérstökum kynningarfundi KKÍ og var greint frá því að tryggingafélagið VÍS hafi keypt nafnaréttinn bikarnum.
VÍS-bikarinn hefst með 16-liða úrslitum kvenna 21. apríl. Degi síðar eða 22. apríl verða svo 16-liða úrslit karla spiluð. 8-liða úrslit kvenna verða svo leikin 24. apríl og 8-liða úrslit karla 25. apríl. Undanúrslit kvenna verða svo 27. apríl, undanúrslit karla 28. apríl og úrslitaleikirnir 1. maí.
Valdir leikir í 16-liða og 8-liða úrslitum verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV og svo verða allir leikirnir í undanúrslitum og úrslitaleikjum VÍS-bikarsins verða í þráðbeinni útsendingu. Það er ljóst að þetta verður mikil veisla og vonandi verður hægt að fjölmenna á leikina og styðja sín lið.