Mikilvægi styrktarþjálfunar eftir meiðsl

Þegar kemur að endurhæfingu eftir meiðsl í íþróttum er samvinna sjúkraþjálfara og styrktar- og þrekþjálfara, sem og annarra þjálfara mjög mikilvæg.

Rannsóknir hafa sýnt að minniháttar meiðsl eins og tognanir, bólgur og svo önnur slíkt meiðsl leiða oft til alvarlegri meiðsla innan tveggja mánaða sé endurhæfing eftir upprunalegu meiðslin ekki nægjanlega góð. Þessi endurteknu meiðsl eru, eins og áður segir, oftast nær vegna ónógrar endurhæfingar og þeirra staðreyndar að leikmenn byrja oft að spila áður en þeir hafa náð sér að fullu.

Af því leiðir að samstarf þjálfara og annarra starfsmanna ásamt styrktarþjálfun er mjög mikilvægur þáttur í endurkomu leikmanna eftir meiðsl.

Facebook Comments Box