Mikilvægi vöðvaþols í íþróttum

Vöðvaþol er geta vöðvanna til þess að geta þolað margar endurtekningar af sömu hreyfingunni, armbeygjur til dæmis.

Mikilvægi vöðvaþols er mikið í afreksíþróttum og þegar leikmaður hefur gott vöðvaþol hefur hann þjálfað vöðvana í fyrsta lagi til að þola margar endurtekningar á gefnu álagi, en einnig hefur hann þjálfað getu loftfirrtra orkukerfa til þess að endurhlaða sig á sem stystum tíma. Þannig verður afkastagetan meiri, færri mistök og jafnvel fækkun á meiðslum.

Til þess að þjálfa vöðvaþol þarf að framkvæma styrktaræfingar af meðalhárri eða hárri ákefð en fylgni er á milli aukningu vöðvaþols og aukningu vöðvastyrks. Einnig er mikilvægt að viðhalda vöðvaþoli með æfingum af hárri ákefð tvisvar til þrisvar í viku en rannsóknir hafa sýnt að vöðvaþol minnkar eftir tvær vikur ef því er ekki viðhaldið. Það er af stórum hluta vegna þess að þegar vöðva er ekki viðhaldið, minnka glýkógen geymslur hans sem gera líkamanum erfiðara fyrir að sækja næringu í þeim tilgangi að mynda orkueiningu líkamans, ATP .

Facebook Comments Box