Mikilvægi afreksstefnu á Íslandi
Knattspyrnufélög alls staðar í heiminum sem reka yngriflokkastarf hafa það að markmiði að bjóða upp á umhverfi fyrir iðkendur sína svo þeir geti bætt sjálfa sig með aðstoð þjálfara. Lokamarkmið afreksstefnunnar er svo að iðkendur muni svo seinna meir spila fyrir meistaraflokkslið félagsins. Mörg lið hafa þó ekki nægjanlega sterka og markvissa uppeldis- eða afreksstefnu. Markviss þjálfun yngri- og unglingaflokka félaga eykur líkurnar á því að starfið skili sér upp í meistaraflokkana.
Til mikils er að vinna fyrir íþróttafélög með því að móta sér sína eigin afreksstefnu. Mörg lið hér á landi hafa nú þegar tileinkað sér starf afreksstefna sem gerir það ennþá mikilvægara fyrir önnur félög að hefjast handa við mótun að sinni afreksstefnu. Það er mikilvægt fyrir félög að dragast ekki aftur úr öðrum félögum og geta verið samkeppnishæft.
Þjálfun í samræmi við eða eftir ákveðinni stefnu gerir félögum kleift að vinna markvissara í þeim þáttum sem afreksmaður í knattspyrnu þarf að hafa. Einnig færir það okkur nær þeirri þjálfun sem stunduð er erlendis og mun það vonandi skila sér í betri leikmönnum til lengri tíma litið.
Mikilvægi þess að leikmenn búi yfir góðri tæknilegri getu fer vaxandi í knattspyrnuheiminum þar sem leikurinn verður sífellt hraðari.