Hámark í nýjum umbúðum með tappa

Í lok sumars 2018 fengu Hámarks umbúðir nýtt og ferskt útlit þar sem hönnunin sótti innblástur frá skrautlegum gólfum íþróttahúsa þar sem fjöldi mismunandi valla eru markaðir með litríkum línum.

Nýlega kynnti svo Coca-Cola European Partners á Íslandi breytingu á Hámarki, fernurnar eru nú allar með tappa sem gerir drykkjarupplifunina enn betri.

Hámark er nú framleitt í Belgíu af Inex, einu fremsta matvælaframleiðslufyrirtæki þar í landi. Með þessu skrefi eru hámarks gæði vörunnar tryggð sem skilar sér í fullkominni áferð og bragði drykkjarins.

Saga Inex nær aftur til ársins 1898 og leggur fyrirtækið mikið upp úr ströngu gæðaeftirliti, umhverfismálum og sjálfbærni sem fellur vel að stefnu CCEP.

Hámark er próteindrykkur með súkkulaðibragði, kaffi- og karamellubragði og kókos og súkkulaðibragði. Hámark er unninn úr hágæða mjólk með háu hlutfalli mysu- og mjólkurpróteina, sem eru auðunnin og nýtast því líkamanum hratt og vel. Yfir 80% af mjólkursykrinum hefur verið klofinn og hentar drykkurinn því flestum sem hafa mjólkursykursóþol. Í hverri fernu eru 25 gr. af próteinum, eða 10% af heildarinnihaldi.

Hámark er afar hentugur í tengslum við íþróttaiðkun og almenna hreyfingu en hentar þó vel sem næringarrík millimáltíð í daglegu amstri, s.s. vinnu eða skóla, þar sem drykkurinn er næringarríkur og inniheldur fáar hitaeiningar. Drykkurinn er tilvalin í æfingatöskuna, í bílinn, á skrifstofuna, í skólann eða við önnur tilefni, t.d. sem skjót millimáltíð hvenær dagsins sem er.

HÁMARK – nú í enn betra formi

Hámark er samstarfsaðili Boltinn.is og við erum mjög þakklát fyrir þeirra stuðning.

Facebook Comments Box