Hvað er prótein?

Prótein gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum, m.a. sem byggingar- og viðhaldsefni, hormón og meltingarhvatar. Öll prótein eru byggð úr amínósýrum afmismunandi gerð og fjölda. Amínósýrurnar eru 20 og getur líkaminn sjálfur framleitt 12 þeirra. Hinar 8 verður hann að fá úr fæðunni og eru þær kallaðar lífsnauðsynlegar amínósýrur.

Prótein úr dýraríkinu innihalda allar lífsnauðsynlegar amínósýrur og kallast því fullgild prótein, en prótein úr jurtaríkinu innihalda ekki allar lífsnauðsynlegar amínósýrur og eru því ekki fullgild prótein. Að jafnaði ættu 10-15% af orkuneyslu íþróttafólks að koma úr próteinum. Nákvæmara er þó að áætla próteinþörf út frá grömmum prótein fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og taka tillit til þess hvort um úthalds- eða hraða- og sprengikraftsgrein er að ræða.

Líkaminn getur ekki nýtt meira prótein til uppbyggingar á dag en 2 grömm á hvert kíló líkamsþyngdar, svo neysla umfram það er óþörf. Þau prótein sem ekki eru nýtt til vöðvauppbyggingar eru nýtt sem orkugjafi eða umbreytt í fitu sem geymd er í fitufrumum. Ekki er æskilegt að nýta prótein sem orkugjafa, það er hlutverk kolvetna og fitu. Mikil próteinneysla eykur þvagmyndun sem leitt getur til vökvaskorts. Prótein í vefjum líkamans geta nýst sem orkuforði þegar aðra orku þrýtur, en ekki er talið æskilegt að nýta prótein líkamans á þann hátt þar sem rýrnun á vöðvum geturátt sér stað. Líkaminn geymir ekki nema mjög takmarkaðan forða af próteinum og því þarf aðborða prótein daglega og skynsamlegt er að dreifa próteinneyslunni jafnt yfir daginn.

Greinin birtist fyrst í bækling um næringu íþróttafólks á www.isi.is

Facebook Comments Box