Hvað veist þú um Liverpool, Manchester United eða Real Madrid?

Hvað veistu um fótbolta er spurningabók með 230 spurningum um fótbolta. Bókin skiptist í fjóra flokka, almennar spurningar um fótbolta, myndaspurningar, ensku deildina keppnistímabilið 2019 til 2020 og svo sama tímabil í Evrópu. Allir kaflarnir nema myndaspurningarnar eru með spurningum í þremur erfiðleikastigum, léttar, miðlungs og erfiðar. Því ættu allir sem hafa áhuga á fótbolta að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fótbolti er með vinsælla sjónvarpsefni á Íslandi og því gaman að geta notað bók eins og þessa til að rifja upp síðasta tímabil eða fræðast meira um uppáhaldsliðið sitt eða uppáhalds knattspyrnumenn. Skemmtileg bók fyrir alla aldurshópa og tilvalin gjöf.

Facebook Comments Box