10 fingra þakklætisæfingin

Að æfa sig í þakklæti: Landlæknir á Íslandi sagði nýlega að það að finna fyrir þakklæti og láta gott af sér leiða styrkir ónæmiskerfið. Það er einnig viðurkennt aðþað að finna fyrir þakklæti hefur jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi okkar og lætur okkur líða vel. Þakklæti er gott að æfa þegar á móti blæs, aðstæður sem allir íþróttaiðkendur þekkja.

Hvernig við æfum okkur í að vera þakklát?

Þessa æfingu getið þið gert sjálf eða með fjölskyldumeðlimum/vinum

• Teljið upp 10 atriði sem þið eruð þakklát fyrir, eitt atriði fyrir hvern putta t.d. það að eiga góða fjölskyldu, vera í íþróttum, eiga góða liðsfélaga, hafa farið á íþróttamótið í Vestmannaeyjum síðasta sumar. Þetta geta líka verið hversdagslegir hlutir eins og að vera með heitt vatn í krananum, eiga góðan tannbursta, eiga notalegt rúm o.s.frv.

• Í hvert skipti sem þið teljið upp atriði, staldrið við og finnið fyrir þakklætistilfinningu í líkamanum. Hvernig lýsir tilfinningin sér? Finnið þið fyrir tilfinningu í hjartanu eða í maganum?

• Þessa æfingu er hægt að endurtaka á 1-2 daga fresti

Kennsluefnið er hugsað fyrir íþróttafólk og aðstandendur þeirra og er unnið í samvinnu við Sálstofuna, Núvitundarsetrið og Dr. Hafrúnu Kristjánsdóttir.

Facebook Comments Box