Hvernig bætir þú grunnstyrk?


Í byrjun undirbúnings leikmanns eða knattspyrnuliðs fyrir komandi leiktímabil stendur vöðvauppbyggingarþjálfun, innrisamhæfing vöðva og samhæfing milli vöðvahópa í forgrunni kraftþjálfunarinnar.

Tilgangur þjálfunar á þessum tímapunkti er að undirbúa liði, vöðva, liðbönd og sinar undir átök á komandi vikum og mánuðum. Áherslan er á allan líkamann með mismunandi grunnæfingum sem taka á öllum líkamanum.

Hér gefst mikilvægur tími til að vinna á ójafnvægi mótlægra vöðva með markvissri styrktarþjálfun. Á þessu æfingatímabili er mjög mikilvægt að þjálfunin beinist að því að styrkja „miðju“ hluta líkamans. Kviður og mjóbak mynda saman miðju líkamans og spila stórt hlutverk í kraftmyndun knattspyrnumanns en þessi hluti gleymist oft á tíðum í styrktarþjálfun knattspyrnumanna.

Greining birtist fyrst á www.ksi.is

Facebook Comments Box