Foreldrar eru fyrirmyndir
Álagið á æfingum hjá leikmönnum ætti að vera eins líkt og í leik og reyna á sömu hæfni og þyrfti að beita í keppni. Gott er fyrir þjálfara að vera með sér æfingar fyrir mismundandi stöður á vellinum.
Félagslegur þáttur og hlutverk foreldra Fyrirmyndir barna í hegðun á fyrstu árunum eru foreldrar, vinir og kennarar. Börn læra hegðun og framkomu frá þeim einstaklingum íeinhverskonar hlutverkaleik. Þegar börnin verða eldri eða um 10 ára fara þau að bera sig saman við jafnaldra sína. Ef það var mikilvægt að fá viðurkenningu og hrós frá þjálfara þá leitast 10 ára barn í viðurkenningu frá jafnöldrum eða samherjum.
Janus Friðrik Guðlaugsson segir að viðurkenning jafnaldra ákveður stöðu og hlutverk barnsins innan hópsins og gerir barnið allt það sem það getur til passa inn í hópinn.
Mikilvægt er fyrir börn að fá stuðning að heiman. Á undanförnum árum hefur þátttaka og stuðningur foreldra barna í knattspyrnu aukist, það er orðin algengara að foreldrar mæti á leiki og jafnvel æfingar barna sinna. Einnig taka þau virkan þátt í knattspyrnustarfinu.
Vegna þessara jákvæðu þróunar hefur KSÍ gefið út bækling með leiðbeiningum og tilmælum til foreldra barna sem stunda æfingar og keppni. Í þessum bækling er talað um hvernig foreldrar eiga að hegða sér í garð barna sinna hvað varðar knattspyrnuiðkun þeirra.
Það hefur verið mikið í umræðunni um allan heim hvað foreldrar og þjálfarar geta lagt mikla pressu á börnin sem þau ráða bara alls ekki við. Því mikilvægt að foreldrar standi við bakið á börnunum sínum og hjálpi þeim í gegnum erfiðleika ef þeir koma upp því íþróttir eiga að vera uppbyggjandi fyrir börn ekki niðurdrepandi.