Hvað er skynmyndaþjálfun?

Skynmyndaþjálfun er aðferð sem ekki er mikið notuð ennþá hér á landi í liðsíþróttum. Með aukinni vitneskju og jákvæðri reynslu af notkun skynmyndaþjálfunar á þessi þjálfunaraðferð örugglega eftir að ryðja sér leið til rúms. Kannski er þetta leiðin sem verðandi afreksmaður þarf að taka upp til þess að gera meira en næsti maður. Það er vel þess virði að láta reyna á þetta.

Skynmyndaþjálfun er aðferð til þess aðbæta leik sinn með því að sjá fyrir sér hluti sem maður hefur upplifað áður eða bara hluti sem mann langar að upplifa. Til dæmisgetur sóknarmaður í knattspyrnu séð fyrir sér stöðuna þar sem hann er sloppinn einn í gegnum vörn andstæðingana og nú er það bara markvörðurinn sem er á milli hans og marksins. Að sjálfsögðu sér hann sig skora og fagna markinu vel og innilega.

Þetta ferli skilgreinist sem skynmyndaþjálfun hjá sóknarmanninum. Ef sóknarmaðurinn æfir þetta reglulega eru verulegar líkur á að hann bæti getu sína í þessum tiltekna þætti.

Hvenær nota íþróttamenn skynmyndir?

  • Eftir, fyrir og á meðan æfingu stendur.
  • Utan æfinga.
  • Eftir, fyrir og meðan keppni stendur.
  • Í endurhæfingu vegna meiðsla.

Hvernig hjálpar skynmyndaþjálfun?

  • Þú sérð fyrir þér árangur
  • Hún ýtir undir áhugahvötina
  • Þú bætir hreyfifærni
  • Hún bætir einbeitingu
  • Hún undirbýr þig fyrir keppni
  • Hún endurmetur árangur þinn

Hvernig er best að nota skynmyndaþjálfun?

  • Vertu róleg/ur og afslöppuð/afslappaður
  • Notaðu innra sjónarhorn en ekki ytra, ekki horfa á þig í sjónmyndinni lifðu þig í hana
  • Hafðu stjórn á sjónmyndinni, sjáðu sigra, ekki töp
  • Hafðu skynmyndina einfalda í byrjun
  • Þetta þarf að æfa vel

Greinin birtist fyrst á ksi.is

Facebook Comments Box