Hver eru einkenni heilahristings og hver eru réttu viðbröðin?

Í íþróttum fá leikmenn oft höfuðhögg. Ef grunur er á að leikmaður hafi fengið heilahristing skal leikmaður ekki halda áfram leik.

Heilahristingur er tímabundinn áverki á heila sem verður vegna höfuðhöggs. Flest höfuðhögg leiða sem betur fer ekki til alvarlegs áverka á heilann, enda er heilinn vel varinn í höfuðkúpunni.

Einkenni

Venjulega koma einkenni heilahristings fram nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir höfuðhögg.

Einstaka sinnum eru einkennin ekki greinanleg í nokkra daga. Þess vegna þarf að fylgjast með ef breytingar verða á líðan fyrstu dagana eftir höfuðhögg.

Helstu einkenni

  • Höfuðverkur sem hverfur ekki, eða minnkar ekki þrátt fyrir verkjalyfjagjöf
  • Þreyta og/eða sljóleiki
  • Ógleði og/eða uppköst
  • Einstaklingi finnst hann utan við sig eða ringlaður
  • Minnisleysi – einstaklingur man ekki hvað gerðist rétt fyrir eða eftir höfuðhöggið
  • Klaufska eða ójafnvægi
  • Óeðlileg hegðun – pirringur eða skapsveiflur
  • Sjóntruflanir – einstaklingur sér óskýrt, er með tvísýni eða sér „stjörnur“
  • Einstaklingur missir meðvitund eða á erfitt með að halda sér vakandi

Knattspyrnusamband Íslands hefur látið gera mynband til leiðbeiningar hvað eigi að gera.

Hér að neðan má sjá myndbandið.

Facebook Comments Box