Þol og orkukerfi líkamans

Talið er að í líkamanum séu 680 vöðvar og í hverjum vöðva eru margir vöðvaþræðir og samkvæmt rannsóknum eru tvær týpur af vöðvaþráðum í líkamanum.

Gerð vöðvaþráða ákvarðast af erfðum og því eru þræðirnir mismunandi eftir einstaklingum. Ýmsir þættir geta haft áhrif á uppbyggingu vöðvaþráða eins og þol-og styrktarþjálfun. Týpa I eru hægir vöðvaþræðir og þeir virkjast fyrstir. Þeir hafa meira loftháð þol, geta geymt mikið súrefni og henta vel við æfingar með lágri ákefð. Týpa II eru hraðir vöðvaþræðir og henta betur við loftfirrtar æfingar.

Hlutfall hverrar gerðar er því breytilegt eftir einstaklingum, vöðvum og þjálfun.

Þol er skilgreint sem geta líkamans til þess að erfiða mikið í langan eða stuttan tíma. Til þessað geta unnið með þol þarf líkaminn orku.

Mannslíkaminn fær orku úr fæðunni og við geymum hana í orkuríkum ATP sameindum en ATP er aðallega myndað úr fitusýrum. Líkaminn myndar stöðugt nýtt ATP, en þá koma orkukerfin þrjú til sögunnar. Þegar unnið er með þol notar líkaminn; ATP-PCr kerfið, Sykurrofskerfið og Oxunarkerfið.

Í ATP-PCr kerfinu er notast við loftfirrð efnaskipti, sem þýðir að við þurfum ekki að notast við súrefni til þess að geta notað kerfið. Kerfið vinnur að því að veita vöðvum þá orku sem þeir þurfa til þess að framleiða kraft. Þetta kerfi getur séð fyrir nægri orku í 3-15 sekúndur. Sykurrofskerfið tekur svo við og það kerfi notast við bæði loftfirrð og loftháð efnaskipti. Kerfið getur séð fyrir nægri orku í um 2-3 mínútur.

Að lokum tekur Oxunarkerfið við og notast þá einungis við loftháð efnaskipti. Það þýðir að hér þarf súrefni að vera til staðar. Oxunarkerfið hjálpar til við langvarandi æfingar á lágri ákefð. Það er því ljóst af ofansögðu, að miðjumenn treysta mun meira á oxunarkerfið en aðrir leikmenn og þurfa þess vegna meira á loftháðu þoli að halda, heldur en því loftfirrta.

Höfundur er Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, íþróttafræðingur.

Facebook Comments Box