Greining kvíðaröskunar

Einstaklingur upplifir endurtekna erfiðleika við að hafa stjórn á áhyggjum sínum og kvíða.

Kvíðaröskun einkennist oft af gegndarlausum ótta eða kvíðaeinkennum. Ótti er tilfinningalegt viðbragð við raunverulegri eða ímyndaðri ógn. Kvíði er hins vegar það þegar búist er við einhverri ógn í náinni framtíð.

Ein af mörgum skýringum á kvíða er að hann sé ofþroskað flóttaátaksviðbragð (e. fight or flight response) sem hélt í okkur lífinu á meðan tilvist mannsins var ógnað af ytri aðstæðum.

Kvíði er oft tengdur vöðvaspennu og árvekni gagnvart hættum í náinni framtíð í formi yfirgnæfandi varkárni.

Til að greinast með almenna kvíðaröskun þarf fullorðinn einstaklingur að uppfylla að minnsta kosti þrjú af sex greiningarviðmiðum.

Einkenni almennrar kvíðaröskunar

  1. Eirðarleysi
  2. Orkuleysi
  3. Einbeitingarskortur
  4. Skapstyggð
  5. Vöðvaspenna
  6. Svefntruflanir

Kvíði er missterkur og mildur kvíði getur hjálpað okkur við einbeitingu, dómgreind og að ná árangri.

Gengdarlaus kvíði, áhyggjur eða líkamleg einkenni kvíðaröskunar geta hins vegar valdið mikilli skerðingu á félagsvirkni, starfsgetu og á öðrum mikilvægum sviðum daglegs lífs.

Truflanir þessar eru ekki tengdar lífeðlisfræðilegum áhrifum misnotkunar á lyfjum eða vímuefnum eða öðrum læknisfræðilegum forsendum.

Konum er hættara við að þróa með sér kvíðaröskun en körlum.

Kvíði gerir almennt fyrst vart við sig á táningsárunum fram til hálfþrítugs. Talið er að allt að 12% þjóðarinnar þjáist af kvíðröskun á ári hverju.

Facebook Comments Box