Íþróttamenn og meiðsli

Það er mikið áfall að lenda í alvarlegum meiðslum. Það sem skiptir mestu máli er hvernig við bregðumst við þeim aðstæðum sem við lendum í, segir Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu.

Sumir koðna niður við mótlæti en aðrir rísa upp og koma til baka sem sterkari einstaklingar. Mótlætið getur hjálpað þeim að takast á við erfiðar aðstæður seinna meir. Það má segja að þeir breyti ósigrum sínum í sigra.
Fólk hættir að taka því sem sjálfsögðum hlut að geta iðkað íþróttina sína. Það finnur fyrir þakklæti fyrir að geta tekið þátt yfirhöfuð og nýtur þess jafnvel enn betur.

Við slíkar aðstæður reynir mikið á andlegu hliðina og rétta hugarfarið.
Það er ekkert mikilvægara en jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir. Að sjá stöðugt alla góðu og jákvæðu hlutina fyrir sér. Þannig fer líkaminn að vinna í takt við hugann og tryggja að jákvæðnin og bjartsýnin skili sér út í hverja minnstu hreyfingu.

Með því að smella á tengilinn hér að neðan er hægt að sjá við talið við Friðrik Ellert Jónsson.

https://www.visir.is/k/cb2f1973-86d6-4eb5-a35c-d5270b1b6653-1574257173657?jwsource=cl

Facebook Comments Box