Þolþjálfun íþróttafólks
Þol er geta mannslíkamans til að erfiða í langan tíma og þolþjálfun íþróttafólks er einn stærsti þáttur æfingaferilsins. Þol skiptist í tvo þætti, annars vegar loftháð þol og hins vegar loftfirrt þol. Þolþjálfun t.d. í knattspyrnu stendur yfir allt áriðí kring.
Í upphafi undirbúningstímabils er nauðsynlegt að vinna upp loftháð þolsem erstundum kallað grunnþol. Það er gert með löngum æfingum þar sem ákefðin er frekar lítil. Þegar líður að keppnistímabili breytast áherslur í þolþjálfuninni og hún verður sérhæfðari ogmiðast að því að bæta loftfirrta þolið með leiklíkum æfingum. Með loftháðu þoli er átt við að leikmaður geti unnið í langan tíma án þess að stoppa. Hraðinn er ekki það mikill að líkaminn þurfi hvíld. Gott loftháð þol er mikilvægt öllum leikmönnum og það stuðlar að því að hægt er að auka ákefð á æfingum. Því er mikilvægt að grunnvinna knattspyrnumanns snúi að því að þjálfa grunnþolið áður en keppnistímabil hefst.
Loftháðri þjálfun er hægt að skipta niður í þrjú stig sem segja til um þá ákefð sem æft er á hverju sinni. Loftfirrt þol er hinsvegar geta líkamans til að vinna mjög erfiða vinnu í stuttan tíma. Slík þjálfun stendur aðeins yfir í stuttan tíma í einu og er oft framkvæmd í formi sprettþjálfunar eða boltaæfinga með hámarksákefð.
Loftfirrt þjálfun er ekki æskileg fyrr en búið er að vinna markvisst í loftháða þolinu.
Greinin birtist fyrst á ksi.is