Hvíld og endurheimt

Líkamleg og andleg hvíld er mikilvægur þáttur íþjálfunarskipulagi knattspyrnumanna sem og annarra íþróttamanna. Líkamlega þjálfunin ein og sér segir ekki bara til um hversu góður leikmaður verður eða hversu mikill árangur næst. Ef að álag er of mikið á leikmanni og hvíldin ekki viðeigandi er ekki von á góðu. Leikmaður getur staðið í stað hvað varðar líkamlega og andlega þætti þjálfunar og afkastageta leikmanns getur beðið hnekki. Samspil álags í þjálfun og rétt hvíld er sá eiginleiki sem segir til um árangursíka þjálfun. Talað er um tvö mismunandi form hvíldar.

Á flestum getustigum knattspyrnunnar er leitast eftir því að flýta fyrir bataferli líkamlegra og sálrænna þátta leikmanna eftir erfiða æfingatörn eða leiki. Eftir mikið álag safnast saman mjólkursýra í vinnandi vöðvum líkamans sem leikmenn vilja losna við eins fljótt og mögulegt er. Líkamleg einkenni sem margir leikmenn þekkja við mikið álag er að fá harðsperrur í þá vöðva sem sinna mestri vinnu við erfiðar athafnir. Vert er að minnast á nokkar leiðir sem geta flýtt fyrir endurheimt og jafnvel komið í veg fyrir minniháttar eymsli.

Greinin birtist fyrst á ksi.is

Facebook Comments Box