Ert þú og þínir ekki örugglega tryggð við íþróttaiðkun?

Til VÍS koma fjölmargar spurningar á ári hverju varðandi tryggingar og íþróttaiðkun. Mikill meirihluti spurninga snýr að keppni og æfingum barna og ungmenna.

Fjölskyldutryggingu, líkt og F plús tryggingu VÍS, er ætlað að gæta hagsmuna fjölskyldna af öllum stærðum og gerðum. Um er að ræða samsetta pakka sem viðskiptavinir geta valið um.

Viðskiptavinir sem velja pakka sem inniheldur slysatryggingu í frítíma eru tryggðir fyrir í öllum almennum athöfnum hversdagslífsins s.s. frístundum, heimilisstörfum, í ólaunuðu námi og við almenna íþróttaiðkun. Athafnir sem eru hluti af hversdagsleikanum og fela almennt ekki í sér mikla áhættu.

Keppni og æfingar fyrir keppni

Þegar verið er að keppa og æfa fyrir keppni eykst oft álag og slysatíðni iðkenda, sérstaklega þegar aldur iðkenda hækkar og meiri alvara komin í spilið. Tryggingum er því skipt niður eftir aldri þegar kemur að keppni og æfingum fyrir þær.

15 ára og yngri

F plús tryggir alla keppni og æfingar  fyrir keppni upp að 16 ára aldri innanlands. Sé ferðatrygging valin í F plús gildir trygging einnig erlendis og nær til dæmis yfir sjúkrakostnað erlendis og heimflutning vegna slyss.

16 ára og eldri

F plús undanskilur keppni og æfingar í einstaklings og liðsíþróttum sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga eða samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi. Þessi takmörkun á þó ekki við um almenningsþátttöku í keppni eða æfingum í golfi, götuhjólreiðum, þríþraut, víðavangs- eða götuhlaupi. Takmörkunin á bæði við innanlands og erlendis.

VÍS býður upp á möguleika á tryggingu fyrir þá sem eru 16 ára og eldri bæði innanlands og erlendis:

  • Ef verið er að keppa erlendis og viðkomandi er 16 ára eða eldri er hægt að útvíkka F plús trygginguna tímabundið svo hún nái til keppni- eða æfingarferðalags erlendis fyrir ákveðið tímabil. Trygging innifelur þá til dæmis sjúkrakostnað og heimflutning.
  • Einnig er hægt að tryggja þá sem eru 16 ára og eldri sérstaklega fyrir keppni og æfingar fyrir keppni í almennri slysatryggingu. Hægt er að velja um nokkrar gerðir trygginga og sá sem tryggir velur sjálfur vátryggingafjárhæðir. Mjög gott er að skoða hvort eða hvernig íþróttafélag sem keppt er með tryggir meðlimi sína áður en trygging er tekin.

VÍS hvetur alla íþróttaiðkendur og foreldra þeirra til að kanna hvernig tryggingum þeirra er háttað.

VÍS er einn af samstarfsaðilum Boltans.is og erum við þeim mjög þakklát.

Facebook Comments Box