Híþróleikar í minningu Bjarka

Heilsu- og íþróttasvið Icepharma og Hverslun halda Híþróleika á morgun föstudag 16. ágúst til að minnast liðsfélaga, vin og samstarfsfélaga, Bjarka Má sem hafði barist við krabbamein í 7 ár og lést fyrir mánuði síðan. 

Í tilkynningu frá Hverslun þá segir að Híþróleikarnir í ár verða í minningu Bjarka, safnað verður áheitum fyrir leikana, upphæðin sem safnast verður lögð inn á styrktarreikning dóttur Bjarka hennar Emmu Rutar.

Híþróleikarnir felast í því að 3 lið keppa um hvert þeirra er fljótast að hjóla og hlaupa 102 km. 

Því leitum við til ykkar með von um að þið sjáið ykkur fært um að styrkja þetta málefni.
Styrkurinn verður afhentur þann 19.ágúst.

Kt: 620269-6119
R: 537-26-003827

Facebook Comments Box