Ekki spila rússneska rúllettu, segir Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasálfræðingur

Ungt fólk sem notar kannabis er í rússneskri rúllettu með heilann á sér. Það margfaldar líkunar á að þróa með sér geðrofssjúkdóma og trúið mér, það eru ekki sjúkdómar sem eru eitthvað léttvægir. Auk þessa þá gerir neysla kannabis, sérstaklega ef þú byrjar ungur að nota þetta drasl þig heimskari, þ.e. greindarvísitalan droppar og það getur haft heilmikið um það að segja hvað viðkomandi getur tekið sér fyrir hendur í lífinu.

Það er ljóst að kannabis er ekki skaðlaust sérstaklega ekki fyrir ungt fólk. Það getur haft alvarlegar afleiðingar. Þetta sjá þeir sem vinna í geðheilbrigðiskerfinu nánast á hverjum degi. 

Fyrir nokkru var þáttur á Rúv um samspil erfða og umhverfis í geðröskunum. Þar var sagt frá rannsóknum sem flestir sem hafa unnið innan geðheilbrigðiskerfisins þekkja ágætlega en virðist vera lítill þekking á meðal almennings.

Höfundur er Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur

Facebook Comments Box