Hlutverk þjálfara í íþróttum
Samkvæmt stefnuyfirlýsing KSÍ um þjálfun barna og unglinga ætti markmið þjálfunar í yngri flokkum að vera að skapa gott umhverfi fyrir börnin að vera í. Þjálfari þarf að skapa grunn fyrir börnin sem nýtist vel í framtíðinni. Þjálfarar þurfa oft tíma til þess að aðlagast liðinu sem þeir taka við.
Samkvæmt skilgreiningu Janusar Friðriks Guðlaugssonar ættu þjálfarar að hvetja börnin í að prófa aðrar íþróttagreinar eins og til dæmis sund, fimleika, körfubolta, frjálsar og fleira. Með því kemst barnið í kynni við fjölbreytta hreyfingu og eykur það vellíðan og hreyfifærni hjá barninu. Þjálfari skal halda úti fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem eru við hæfi fyrir alla iðkendur innann flokksins.
Þjálfarar ættu að tileinka sér vinnureglur þegar kemur að því að kenna nýjar æfingar. Gott er að sýna fyrst æfinguna, svo láta barnið spreyta sig á æfingunni og leiðrétta svo það sem betur mætti fara. Einnig gott að segja barninu hvað það gerir vel síðan segja þeim hvað betur mætti fara og enda svo á hrósi. Skemmtun er ein helsta ástæðan fyrir því að börn stunda hreyfingu og íþróttir en leiðinlegar æfingar og áhugaleysi er ein helsta ástæðan fyrir því að börn hætta að stunda íþróttir. Því þurfa þjálfarar að passa upp á að það sé líka gaman á æfingum.
Einstaklingsmiðuð þjálfun
Í nútíma knattspyrnu eru leikmenn komnir það langt í íþróttinni að einstaklingsmiðuð þjálfun er nauðsynleg ef þeir ætla að keppa á hæðsta getustigi. Þjálfa þarf leikmenn til að sinna ákveðnum hlutverkum innan liðsins eins og til dæmis eiga sóknarmenn og varnarmenn ekki að æfa eins. Sóknamaður er mun meira á hlaupum jafnvel þótt lið hans sé með vald á boltanum meðan varnamaðurinn situr meira eftir í sinni stöðu. Miðjumenn eru að taka fleiri stutta og snögga spretti á meðan sóknarmenn og bakverðir eru að taka lengri spretti.
Álagið á æfingum hjá leikmönnum ætti að vera eins líkt og í leik og reyna á sömu hæfni og þyrfti að beita í keppni. Gott er fyrir þjálfara að vera með séræfingar fyrir mismundandi stöður á vellinum.
Höfundur er Guðrún Þóra Elfar, íþróttafræðingur.