Markmið fyrir golfhring – að slá með jákvæðu hugarfari

Hefur þú staðið yfir boltanum og haft litla trú á að höggið heppnist? Allir hafa fengið þá tilfinningu einhvern tímann á golfvellinum. Engu að síður slá þó flestir boltann og vonast til að lenda ekki í of miklum vandræðum.

Réttara er að standa uppúr stöðunni og ganga fyrir aftan boltann og hefja vanaferlið uppá nýtt. Einbeittu þér að því hvert þú vilt að boltinn fari, ekki hvert hann má ekki fara. Hugsaðu á jákvæðan hátt, segðu við sjálfan þig: “góð sveifla”, “gott tempó”, “gott högg, „gott pútt”, “hola í höggi”, “pinninn”, “holan”, osfrv. Ekki hugsa: “ekki slá í vatnið”. Heilinn skynjar ekki muninn á “ekki slá í vatnið” og “slá í vatnið”, ekki frekar en “ekki hugsa um bleikan fíl” (hvað sérðu fyrir þér annað en bleikan fíl!).

Höfundur greinar er Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG

Facebook Comments Box