Styrkur og styrktarþjálfun

Styrkur er geta vöðvanna til að mynda kraft. Vöðvar líkamans hafa margvísleg hlutverk. Þeir sjá um að halda líkamanum í ákveðinni stöðu og gefa eftir þegar þess þarf og mynda fjöðrun. Starf þeirra er einnig að mynda hraðaaukningu og stöðva hreyfingu þegar þess þarf.

Vöðvavinnu er skipt niður í hreyfivinnu þar sem að vöðvinn breytir lengd sinni og kyrrstöðuvinnu þar sem að lengdin á vöðvanum helst sú sama þ.e vöðvarnir vinna án þess að skapa hreyfingu.

Þegar við þjálfum vöðvana þá stækka þeir. Einnig spila taugaaðlaganir stórt hlutverk þar sem hægt er að auka styrk án þess að vöðvarnir stækki en það er ekki hægt að auka hann án þess að taugaaðlaganir eigi sér stað. Þetta eru þeir tveir þættir sem eiga sér stað við þjálfun vöðva og gerir það að verkum að við verðum sterkari.

Við langvarandi styrktarþjálfun þá eru fyrstu breytingarnar á styrknum, þ.e fyrstu 8-12 vikurnar fyrst og fremst vegna taugaðlagana. Við taugaaðlaganir þá vinna hreyfieiningarnar betur saman, fleiri vöðvafrumur eru virkjaðar sem gerir það að verkum að vöðvasamdráttur og kraftmyndun verður auðveldari.

Vöðva og sinaspólur geta hindrað taugaboð til vöðva en þegar við æfum þá minnkar þessi hindrun. Þegar taugaboð til vöðva eru hindruð þá minnka líkurnar á meiðslum. Tíðni hreyfieiniga verður hraðari og það skapar meiri kraft.

Langtímaaukning á styrk er aðallega vegna stækkunar vöðva þ.e eftir fyrstu 8-12 vikurnar. Stækkunin getur bæði verði breytanleg og varanleg. Breytanleg stækkun á sér stað eftir eina æfingu vegna aukins blóðflæðis til vöðvans og vökvasöfnunar. Varanleg stækkun er eftir margar æfingar þar sem bæði stærð og fjöldi vöðvafruma hefur aukist.

Facebook Comments Box