Kviður á bolta með snúningi: Styrkur/jafnvægi fyrir core – búksvæðið og neðri líkama

Æfingarbolti er eitt besta æfingartæki sem kylfingar geta komist í. Málið með boltana er að allar þær æfingar sem þú gerir á þeim hvort sem það er liðleiki eða styrkur þá koma þeir alltaf með þetta litla „auka” sem er jafnvægi og er auðvitað mjög mikilvægt í golfinu.

Þessi kviðæfing er erfið og krefjandi og ef boltinn er of erfiður þá byrjaðu að gera hana á bekk eða stól og færðu þig síðan yfir á bolta.

Byrjaðu á því að finna þér góða fótastöðu með gott bil á milli fótanna. Hendur læsast ALDREI fyrir aftan höfuð heldur halda við eyrun. Hallaðu þér aftur og um leið og þú reisir þig við snýrðu efri líkama og lyftir gagnstæðu hné á móti olnboganum. Það þarf ekki að snerta olnb/hné en það er seinni tíma markmið. Gott að endurtaka 10 á hvora hlið og bæta síðan við þegar þú finnur að styrkurinn eykst.

Höfundur greinar er Gunnar Már Sigfússon

Facebook Comments Box