„SNJALL“TÆKNI OG HEILSA

Tækniþróun og uppgötvanir á því sviði hafa gert líf okkar þægilegra og betra á mörgum sviðum. Það er t.d. erfitt að ímynda sér tilveruna án rafmagns eða „snjall“síma í nútímalíferni, maður fær kvíðakast bara að vita af því að það sé rafmagnslaust í nokkrar klukkustundir eða síminn hafi gleymist heima.  

Það verður víst ekki bara fengið með þessum tækniþróunum, frekar en nokkru öðru, því jörðin okkar geldur dýri verði fyrir margar af helstu tækninýjungum mannsins. Þó vissulega njóti jörðin góðs af ýmsum tækninýjungum eins og vindorku, sólarorku og tölvupóstsendinga í stað gamaldags bréfsendinga. 

Tæknin er líka að ganga á heilsu jarðarbúa, því hún auðveldar lífið of mikið og við tökum of sjaldan réttar ákvarðanir fyrir heilsu okkar.
Hér er yfirlit yfir ýmsar uppgötvanir mannsins sem við þurfum að fara að takmarka til að lifa af á þessari jörðu:

Bílar
Síðan bílar urðu almenningseign í byrjun 19. aldar hafa þeir létt okkur lífið mikið og eru undirstaða samgangna flestra landa.  
Árið 2018 voru framleiddir 70 milljón bifreiðar í heiminum.  Árið 2010 voru bifreiðar í heiminum orðnar yfir einn milljarður og talið er að þær brenni um 1000 milljörðum af bensíni og díselolíu árlega. Í þessari upptalningu eru ekki teknir með atvinnutæki og flugvélar.  
Öll þessi losun kolvítsýríngs frá bílaflota heimsins er stór þáttur í hlýnun jarðar og það er jákvætt að tæknin sé farin í átt að þróa umhverfisvænni aflgjafa líkt og rafmagn eða metan. En það verður líka að hugsa þá jöfnu til enda og huga að því hvað verður um endurvinnslu á rafmóturnum sem eru með mikið af þungmálmum?
Þessi bílamenning okkar er ekki bara að ganga að móður jörð dauðri því heilsu manna er líka að hraka mikið því við hreyfum okkur of lítið.  Alltof margir nota bíla við smá snatt s.s. út í sjoppu eða skult sem varla telur 500 metra. Þetta er of þægilegt til að vera satt og það er þegar farið að bíta okkur fast í rassinn því margir nota bílinn í  næstum allar sínar ferðir. 
Ef hægt á að vera að bjarga heilsu okkar og móður jarðar verðum að velja oftar aðra valkosti til samgangna s.s. tvo jafnfljóta, hjól (rafmagnshjól), almenningssamgöngur.

Sjónvarp
Maður hefur átt ófáar gleðistundirnar fyrir framan imbakassann og einnig er ég svo mjúkur maður að ef að hvolpur deyr í sjónvarsþætti eða kvikmynd þá sjást tár á hvarmi mínum. En þessi imbakassi er því miður ekki bara gleðilegur í líf okkar nútímamanna því hann stuðlar að heilsuleysi okkar ef við kunnum ekki að takmarka áhorfið og allt átið fyrir framan sjónvarpið. Við erum líka að menga Jörðina mikið með því að vera alltaf að skipta út sjónvarpstækjnum okkar.
Ríkissjónvarpið hóf útsendingar árið 1966 og ég man eftir að mínu ungdæmi (fæddur árið 1975) að það voru sjónvarpslausir fimmtudagar og ég man að það var ekkert sjónvarp í júli (fram til 1983). Það er nær ómögulegt að ímynda sér nútímalíferni án sjónvarps en mikið hefði nú sálarlíf okkar, stoðkerfi og núvitund gott af því að við tækjum aftur upp sjónvarpslausa fimmtudaga eða sjónvarpslausa júlímánuði.
Sjónvarpútsendingar í dag eru án allra takmarkana og framboðið af sjónvarpsefni er endalaust s.s. með Netflix, Amazon TV, Youtube og wodinu hjá íslensku sjónvarpsstöðvunum.
Með sífellt mjórri, stærri og betri upplausn í sjónvarpstækjum erum við dugleg að skipta út sjónvörpum okkar og þessi öru skipti á sjónvörpum gera ekkert annað en að menga elskulega móður jörð enn frekar.  
Gerum heilsu okkar greiða og förum frekar í góðan göngutúr eða tökum í spil með fjölskyldunni í stað þess að hanga tímnum saman á kvöldin fyrir framan imbakassann.

Tölvur
Varla hefur nokkuð nútímatækni ollið jafnmikilli byltinu og tölvur… og gera enn. Þær létta okkur mikið lífið í vinnu og einkalífi. Einnig eru þær að trufla okkar mikið t.d. í einkalífinu ef við erum alltaf að skoða vinnupóstinn og getum ekki slitið okkur frá skjánum. Stór hluti landsmanna eyðir vinnudeginum fyrir framan tölvu og að mikilvægt fyrir stoðkerfið að huga að réttri vinnustellingu og einnig að taka reglulega pásur frá skjánum, sjá grein um þetta hér.
Tölvur valda líka mengun á móður jörð ef við erum sífellt að uppfæra tölvunar okkar í nýjsustu græjuna með nýjasta örgjörvanum.

„Snjall“símar
Af öllum þeim tækninýungum sem maðurinn hefur funið upp eru snjallsímarnir líklega þeir sem eru að skaða okkur hvað mest, heilsulega séð. Ef við náum ekki að takmarka notkun þeirra á næstu árum munu þeir leiða til alvarlegs heilsubrest stórs hluta jarðarbúa. Snjallsímar eru einfaldlega handhægar fartölvur sem hlekkja okkur við nútímatæknina og gera mörg okkar að þrælum tækninnar alla daga ársins.
Lítið í kringum ykkur og sjáið þessi geðveikislegu ofnotkun snjallsímannna hjá fólki á labbi úti, á biðstofum, á mannamótum og jafnvel undir stýri á bifreiðum.
Snjallsímarnir eru að ganga frá heilsu okkar á ýmsan hátt:
Líkamlega – Það er sífellt meira að gera hjá sjúkraþjálfurum vegna hálsmeina hjá fólki því allir eru að bogra anditinu ofan í skjáina. Einnig erum við ekki að hreyfa okkar nóg því við erum sífellt í símunum. Sumir eru svo uppteknir í líkamsræktinni að taka „selfie“ að þeir gleyma alveg afhverju þeir fóru af stað í líkamsræktina til að byrja með.
Andlega – Ein stór ástæða þess að fólk eru hangandi í símanum sínum allan daginn eru samfélagsmiðlar líkt og instagram, shapchat og facebook. En þessir miðlar sýna ekki rétta mynd af raunverulegu lífi, þetta eru oft glansmyndir af gervifólki og allir virðast vera ofurmenni á þessum miðlum, en eru það sjaldnast í raunveruleikanum.
Margir eru líka óvægir í orðavali og dónaskap þegar þeir eru bakvið tölvuskjái og hefur þessi samfélagsmiðlaþróun aukið einelti. Margt af því sem fólk lætur útúr sér á  netinu er eitthvað sem því dytti aldrei í huga að segja við manneskju af holdi og blóði sem stæði fyrir framan það.
Félagslega – Samfélagsmiðlar hafa valdið því að við erum rosalega duglega að eiga samskipti í gegnum þessa miðla en gleymum alveg að hafa samskipti við fólkið sem stendur okkur hvað næst (sem eru reyndar oftast líka upptekið á samfélagsmiðlum). Alltof algengt er að sjá fólk á mannamótum s.s. á kaffihúsum, veislum eða vinhittingum þar sem allir eru fastir ofan í sínum síma í  stað þess að eiga samskipti á eðlilegan máta.

Við verðum í alvörunni að fara að spyrja okkaru hvort við séum tilbúin að fórna einhverri af þessari nútímatækni til að heilsa okkar og móður jarðar geti átt sér framtíð? Við þurfum ekki að hætta að notfæra okkur þessar tækninýjungar en við verðum að virkilega að takmarka þær og velja vel hvernig, hvenær og hversu mikið við notum þessi tæki.

Heimildir:
https://en.wikipedia.org/wiki/Car
https://www.informationweek.com/it-life/9-ways-technology-is-slowly-killing-us-all/d/d-id/1321034?image_number=7
https://is.wikipedia.org/wiki/Sj%C3%B3nvarpi%C3%B0
https://www.visir.is/g/2015701109989

Facebook Comments Box