Markmið og næring
Stærstu mistökin sem flestir gera – bæði konur og karlar – í leit sinni að betri líkama, hvort sem það er vöðvauppbygging eða fitutap, er að það tryggir ekki að næringarplanið sé í takt við markmiðið.
Ef þú vilt missa fitu þá þarftu að borða þannig að þú missir fitu. Ef þú vilt byggja upp vöðva þá þarftu að borða svo líkaminn leyfi vöðvauppbyggingu. Þetta hljómar rökrétt ekki satt? Kíktu samt í kringum þig í ræktinni. Hversu margir breytast í útliti frá mánuði til mánaðar eða frá ári til árs? Ekki margir. Það er ekki vegna lélegrar mætingar eða metnaðarleysis í ræktinni, því það má sjá sama fólkið viku eftir viku og það er virkilega að taka á því. Það rífur í járnið og gerir sínar brennsluæfingar, en einhverra hluta vegna breytist útlitið lítið sem ekkert. Afhverju? Næringin!! Mataræðið er ekki í takt við markmið þeirra.
Ef við myndum spyrja þetta fólk hvert markmið þeirra sé, þá er líklegasta svarið að verða massaðri… og grennri. Það er það sem við flest viljum en vandamálið er að reyna aðgera hvoru tveggja á sama tíma.
Þetta eru engin geimvísindi. Einfaldlega, til þess að missa líkamsfituþarftu að vera í hitaeiningaþurrð í lok dags. Þú getur gert það annað hvort í gegnum mataræðið (borðafærri hitaeiningar en líkaminn þarf til að viðhalda núverandi þyngd), meðaukinni hreyfingu, eða blöndu af hvoru tveggja sem er ákjósanlegasti kosturinn.
Berum þetta saman við að byggja upp vöðvamassa, þú þarft að vera íorkuofgnótt til að byggja upp kjöt.
Maður hlýtur þá að spyrja sig, hvernig geturðu verið í hitaeiningaþurrðog hitaeiningaofgnótt á sama tíma? Það er ekki hægt. Hér er um tvær mismunandiaðstæður að ræða sem geta ekki farið saman.
Líkaminn nær ekki í orku úr fituforðanum ef hann fær ofgnótt af hitaeiningum. Á sama hátt, þegar þú ert í hitaeiningaþurrð þá er líkaminn áfullu að reyna að lifa af. Hann fær ekki nóg af hitaeiningum til að viðhalda sjálfum sér, þess vegna nær hann í orku úr fituforðanum til að viðhalda virkum vefjum og annarri líkamsstarfsemi.
Er líklegt í þessu ástandi að líkaminn bæti við orkufrekum vef eins og vöðvum sem þarf að stækka OG halda við – þegar hann hefur ekki einu sinni næga orku til að viðhalda núverandi þyngd?
Að bæta við stærð á líkamann er gríðarlega orkufrekt ferli og er í hrópandi mótsögn við markmið flestra: byggja upp vöðva og missa fitu á samatíma.
En það þýðir samt ekki að enginn geti nokkurn tíma misst fitu og byggtupp kjöt á sama tíma – eða það sem við köllum „endursamsetning líkamans“. Langlíklegasta fólkið til þess erualgjörir byrjendur, þeir sem eru að byrja aftur eftir hlé, eða þeir sem erunýir í skilvirkri þjálfun.
Ef þú vilt ná hámarks árangri í hvora áttina sem er – fitutap eða vöðvauppbygging, þá mun þér farnast mun betur ef mataræðið er í takt við markmiðið. Ef þú vilt lýsið burt þá þarftu að vera í hitaeiningaþurrð, en ef þú vilt fá gæðakjöt á beinin þá þarftu að borða…MIKIÐ.
Höfundur er Ragga Nagli