Styrktarþjálfun knattspyrnumanna

Í knattspyrnuleik þurfa leikmenn að vera á sífelldri hreyfingu allan leiktímann. Það leiðir til þess að leikmaður þarf vissan styrkleika í líkama sínum til að bera líkamsþyngd sínaum völlinn ásamt því að framkvæma þær tæknilegu hreyfingar sem knattspyrnan krefst. Þessar hreyfingar felast í margskonar aðgerðumeins og að verjast andstæðing í návígi, vinna skallabolta eða einfaldlega að skjóta á markið. Því er styrktarþjálfunin mjög mikilvægur þáttur í öllu þjálfunarferlinu.

Knattspyrnumenn þurfa að vera tiltölulega sterkir í öllum stóru vöðvahópum líkamans. Sem dæmi má taka að mikill vöðvastyrkur í neðri hluta líkmamans er nauðsynlegur til að sparka boltanum, stökkva, tækla og til að snúa af sér andstæðing. Styrkur í efri hluta líkamans er einnig mikilvægur til að verjast andstæðingum í návígum, vinna sér stöðu á vellinum og taka innköst. Einnig hjálpar styrkur í efri hluta líkamans til við myndun alhliða sprengikrafts leikmanns.

Þegar skipulagt er hvernig styrktar- og kraftþjálfun eigi að fara fram verður að hafa ákveðna þætti í huga. Ákefð og fjöldi æfinga sem og hvernig vöðvarog vöðvahópar eigi að vera þjálfaðir hverju sinni verður að hafa að leiðarljósi. Ekki er talið æskilegt að eyða of miklum þjálfunartíma í að stækka og styrkja vöðva sem ekki eru sérhæfðir íþróttinni. Of miklir vöðvar auka álag á líkamann sem eyðir þeirri orku sem leikmaður þarf að hafa við hlaup um völlinn. Leikmenn mega ekki eingöngu líta á styrktarþjálfun sem tæki til að gera sig einungis líkamlega sterkari. Þjálfunina verður yfirfæra í kraftbeitingu leikmanna. Þá er átt við að hún skili auknum hlaupahraða, fljótari svörun við áreitum á vellinum, hraðaaukningu og auknum stökkkrafti svo eitthvað sé nefnt.

Taka verður tillit til þess hversu mikill æfingatími er fyrir hendi og því ber að skipuleggja þjálfunina vel því ekki má taka of mikinn tíma frá skipulögðum knattspyrnuæfingum. Ef mögulegt er skal reyna að samtvinna styrktaræfingar með skipulögðum knattspyrnuæfingum á æfingasvæði liðsins. Áhugahvöt leikmanna og sjálfsaga verður að hafa í huga þar sem styrktarþjálfunin mun ekki sýna fram á mikinn árangur ef þessir þættir eru ekki til staðar.

Vert er koma inn á að leikmenn innan hvers liðs þurfa á mismunandi þjálfun að halda. Styrktar- og kraftþjálfun getur því að einhverjum hluta þurft að vera einstaklingsmiðuð. Þá er átt við að þjálfunin sé aðlöguð að aldri, þroska og kostum og göllum hvers leikmanns. Það er þó mikilvægt að koma því á framfæri að vegna erfðafræðilegs mismunar leikmanna mun alltaf vera munur á líkamlegri getu á milli þeirra, sama hvernig æfingaáætlun menn nota.

Til að árangur styrktar- og kraftþjálfunar skili knattspyrnumanni aukinni afkastagetu þarf að huga að uppbyggingu þjálfunarinnar.

Greinin birtist fyrst á ksi.is

Facebook Comments Box