Það er hægt að halda sér í formi með heimaæfingum
Meistarflokkur kvenna hjá FH í knattspyrnu hefur þurft að æfa heima eftir að samkomubann var sett á. Alveg óvíst er hvenær keppni í Pepsi Max deildinni fer af stað en leikmenn liðsins hafa haldið sér í standi með heimaæfingum.
Hjörtur Hinriksson styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna hefur séð um að búa til prógrömm fyrir leikmenn sem þær vinna heima hjá sér.
,,Síðasta sumar fengum við GPS poda til að „tracka“ leikmenn á öllum æfingum og það er engin undantekning á því þrátt fyrir að þær æfi heima. Við þökkum þeim aðilum sem hjálpuðu til við að græja podana síðasta sumar kærlega fyrir, þeir hafa reynst okkur vel og munu gera það áfram,“ segir Árni Freyr Guðnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH.
Facebook Comments Box