Spenna framundan – Dregið í VÍS bikarnum í höfuðstöðvum VÍS

Þrátt fyrir óvissu vegna alheimsfaraldursins er það gleðiefni að framundan sé bikarkeppni KKÍ en þá verður barist um VÍS bikarinn. Því er ljóst að körfuboltinn verður rauðari en hann hefur nokkurn tímann verið!

VÍS bikar kvenna

Alls eru 16 lið skráð til leiks í VÍS bikar kvenna (Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar-Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, Keflavík b, KR, Njarðvík, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri), en dregið verður beint í 16 liða úrslit VÍS bikars kvenna.

16-liða úrslit kvenna:

  • STJARNAN – TINDASTÓLL
  • HAUKAR – HAMAR-ÞÓR
  • KEFLAVÍK-B – VESTRI
  • VALUR – SKALLAGRÍMUR
  • FJÖLNIR – BREIÐABLIK
  • KR – ÍR
  • GRINDAVÍK – NJARÐVÍK
  • KEFLAVÍK – SNÆFELL

 16 liða úrslit VÍS bikars kvenna verða leikin miðvikudaginn 21. apríl, en dregið verður í 8 liða úrslit um kvöldið þegar ljóst er hvaða átta lið hafa tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum.

 VÍS bikar karla

Í VÍS bikar karla eru 21 lið skráð til leiks (Álftanes, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, Hrunamenn, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Ak. Þór Þ.).

Drátturinn verður því þrískiptur hjá körlunum.

  1. Forkeppni
  2. Undankeppni
  3. Þá verður dregið í 16 liða úrslit. Þá loks eru komnar þær átta viðureignir sem leiknar verða fimmtudaginn 22. apríl.

 Forkeppni karla:

  • #1 SKALLAGRÍMUR-HAMAR

Undankeppni karla: 

  • #2 SELFOSS-VESTRI
  • #3 SINDRI – (SKALLGRÍMUR EÐA HAMAR)
  • #4 ÁLFTANES-FJÖLNIR
  • #5 BREIÐABLIK-HRUNAMENN

16-liða úrslit karla:

  • TINDASTÓLL – (ÁLFTANES eða FJÖLNIR)
  • HÖTTUR – KEFLAVÍK
  • HAUKAR – ÞÓR AKUREYRI
  • ÍR – ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN
  • STJARNAN – KR
  • (SELFOSS eða VESTRI) – VIÐUREIGN 3 í undankeppni
  • NJARÐVÍK – VALUR
  • GRINDAVÍK – (BREIÐABLIK eða HRUNAMENN)

 Dregið verður í 8 liða úrslit strax að kvöldi 22. apríl þegar ljóst er hvaða 8 lið hafa tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum.

Leikdagar

Hér eru leikdagar í VÍS bikarnum 2021

  • 16 liða úrslit kvenna: 21. apríl
  • 8 liða úrslit kvenna: 24. apríl
  • Undanúrslit kvenna: 27. apríl
  • VÍS bikarúrslit kvenna: 1. maí
  • 16 liða úrslit karla: 22. apríl
  • 8 liða úrslit karla: 25. apríl
  • Undanúrslit karla: 28. apríl
  • VÍS bikarúrslit karla: 1. maí
Facebook Comments Box