Náðu góðu valdi á valbundinni athygli til að ná afreksárangri

Með góðri einbeitingu á það verkefni sem verið er að fást við er hægt að auka líkurnar á afreksframmistöðu en það takmarkar einnig truflanir sem tengjast fortíðinni eða framtíðinni.

Íþróttir gera þær kröfur til iðkenda að þeir geti einbeitt sér að ákveðnu verkefni í langan tíma í umhverfi sem er stöðugt að breytast. Truflun á einbeitingunni getur haft mikil áhrif á frammistöðu en þær geta verið af ýmsum toga svo sem veður, andstæðingurinn, þreyta, viðbrögð þjálfara eða jafnvel hugsanir sem fara í gegnum hugann.

Þegar íþróttamaður missir einbeitinguna getur hann misst af mikilvægum upplýsingum sem berast úr umhverfinu. Valbundin athygli er það þegar íþróttamaður nær að útiloka þau áreiti sem skipta ekki máli varðandi frammistöðu og einbeita sér aðeins að því sem skiptir máli.

Hæfileikinn að geta náð góðu valdi á valbundinni athygli er einn af þeim þáttum sem getur haft áhrif á það hverjir ná afreksárangri.

Að ná að beina athyglinni og einbeita sér að mikilvægum upplýsingum sem skipta máli varðandi frammistöðu í ákveðinn tíma hefur verið kallað viðhaldin athygli.

Ytri einbeiting sem beinir athyglinni að því hvernig hreyfingar hafa áhrif á umhverfið hefur meiri áhrif á frammistöðu reyndra íþróttamanna heldur en innri einbeiting sem beinir athyglinni inn á við og að framkvæmd hreyfingarinnar. Með því að þróa með sér betri ytri einbeitingu gerast hreyfingarnar meira hugsunarlaust sem eykur samhæfingu og flæði í hreyfiferlunum.

Hins vegar er betra fyrir byrjendur sem eru að læra hreyfingar í fyrsta sinn að þjálfa upp innri einbeitingu sem snýr að tæknilegri framkvæmd.

Æfingar sem skerpa einbeitingu eru æfingar þar sem einstaklingur er alveg meðvitaður og meðfulla athygli á því sem hann er að gera, til dæmis með því að hlusta á mismunandi hljóð sem tennisbolti gefur frá sér í uppgjöfum eftir því hvernig hann er slegin. Þessi aðferð hjálpar tennisleikaranum að einbeita sér og hann á auðveldara með að bregðast fyrr við til að taka á móti uppgjöfinni og sýnir fram á að hægt er að þjálfa þessa þætti. Því er mikilvægt að þjálfarar leggi áherslu á þjálfun einbeitingar og hugarfarslegra þátta samhliða líkamlegri þjálfun.

Flæði er ákveðið hugarástand sem íþróttamaður getur komist í þegarhann keppir. Flæði hefur oft verið lýst sem fullkominni einbeitingu á þann verknað sem verið er að framkvæma sem einkennist af útilokun frá öllum áreitum svo sem hugsunum og tilfinningum semekki skipta máli. Einstaklingur sem upplifirflæði upplifirtilfinningu eins og að allt sé að smella saman á fullkominn hátt og að hann dragist inn í leikinn.

Höfundur greinar er Arnar Ragnarsson

Facebook Comments Box