Leiki grun­ur á heila­hrist­ingi skal grípa inn í

Höfuðáverk­ar í af­reksíþrótt­um hafa því miður verið nokkuð áber­andi á síðustu árum hér­lend­is. Lyk­il­menn í landsliðum Íslands hafa þurft á leggja skóna á hill­una og marg­ir fleiri hafa þurft að taka sér frí frá íþróttaiðkun sinni.

Sums staðar er­lend­is hef­ur einnig verið tölu­verð um­fjöll­un um höfuðáverka og til dæm­is í Banda­ríkj­un­um hef­ur orðið mik­il vakn­ing. NHL-deild­in í ís­hokkíi herti til að mynda mjög refs­ing­ar á brot­um þar sem leikmaður fær högg á höfuðið, og í ein­hverj­um ríkj­um þar vestra er hægt að lög­sækja þjálf­ara fyr­ir að láta leik­menn spila í há­skólaíþrótt­un­um ef þeir eru með ein­kenni heila­hrist­ings.

Morg­un­blaðið hafði sam­band við Reyni Björns­son heim­il­is­lækni sem starfað hef­ur tölu­vert í íþrótta­hreyf­ing­unni. Reyn­ir hef­ur verið lækn­ir fót­bolta­landsliðanna og hef­ur einnig átt sæti í lyfjaráði ÍSÍ. Morg­un­blaðið spurði Reyni hvort vakn­ing ætti sér stað hér­lend­is vegna höfuðáverka í íþrótt­um?

„Það er viss vakn­ing og sér­stak­lega eft­ir að dæmun­um fjölgaði í bolta­grein­un­um. Ég vinn fyr­ir KSÍ og get ekki talað fyr­ir hönd annarra en við gerðum ákveðnar leiðbein­ing­ar í fyrra. Við hugsuðum þær fyr­ir fót­bolt­ann en hægt væri að yf­ir­færa þær á fleiri grein­ar. Hóp­ur sér­fræðinga úr heil­brigðis­geir­an­um hef­ur komið sam­an úti í heimi frá ár­inu 2004. Þar eru einnig full­trú­ar frá Alþjóðaólymp­íu­nefnd­inni, alþjóða- og evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu. Frá þess­um hópi hafa komið leiðbein­ing­ar frá ár­inu 2004 og hóp­ur­inn hitt­ist á fjög­urra ára fresti til að end­ur­bæta. Hóp­ur­inn hef­ur birt grein í fram­hald­inu í Brit­ish Medical Journal þar sem sagt er frá leiðbein­ing­um varðandi höfuðáverka. Er það kallað Scat 3 sem stend­ur fyr­ir Sport Concussi­on Assess­ment Tool. Við unn­um okk­ar leiðbein­ing­ar upp úr efni frá hópn­um.“

KSÍ hef­ur í rík­ari mæli veitt þessu vanda­máli at­hygli sem höfuðáverk­ar eru. Nú er til að mynda auk­in fræðsla um slíkt í þjálf­ara­nám­skeiðum hjá KSÍ. Auk þess hafa verið haldn­ir fyr­ir­lestr­ar og hef­ur Reyn­ir komið að þeim. Hann seg­ir að viðbrögðin mættu vera meiri í hreyf­ing­unni. „Við höf­um haldið fyr­ir­lestra fyr­ir lækna KSÍ og sjúkraþjálf­ara inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Auk þess var hald­inn súpufund­ur sem var op­inn öll­um en einkum stílaður á þjálf­ara. Mæt­ing­in hefði mátt vera betri.“

Lær­dóm­ur dreg­in af at­viki á EM 2009

Nokk­ur dæmi eru um öfl­ug­ar ís­lensk­ar landsliðskon­ur í bæði fót­bolta og hand­bolta sem hafa lagt skóna á hill­una vegna höfuðáverka á und­an­förn­um árum. „Dæm­in eru mörg kvenna­meg­in. Kon­ur eru viðkvæm­ari og sum­ir segja að þær séu jafn­vel sjálf­stæður áhættuþátt­ur en hóp­ur­inn hef­ur ekki viljað ganga svo langt. Ef kon­ur fá ein­kenni heila­hrist­ings þá virðast þær vera leng­ur að ná sér,“ sagði Reyn­ir sem var í för með kvenna­landsliðinu í loka­keppni EM í Finn­landi árið 2009. Þar fékk Guðrún Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir þungt höfuðhögg í fyrsta leik. Skömmu síðar fékk hún fleiri höfuðhögg með liði sínu Djurgår­d­en í Svíþjóð. Bjó hún við nær lát­laus­an höfuðverk árin á eft­ir en Guðrún sagði Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins sögu sína 30. sept­em­ber 2012. Reyn­ir seg­ir það at­vik sitja í sér enn þann dag í dag og hafi hann í kjöl­farið reynt að stuðla að því að slíkt end­ur­taki sig ekki. „Við unn­um eft­ir þess­um leiðbein­ing­um að hluta til þegar Guðrún Sól­ey lenti í þessu. Hún var klár­lega með ákveðin ein­kenni en á þeim tíma var heila­hrist­ingi skipt niður í flók­inn og ein­fald­an. Ef við hefðum farið al­gjör­lega eft­ir leiðbein­ing­un­um í því til­felli þá hefði hún farið út af gegn Frakklandi og ekki spilað meira í mót­inu. Í fram­hald­inu fékk hún þríveg­is heila­hrist­ing úti í Svíþjóð á inn­an við mánuði. Við skrifuðum Sví­un­um bréf þar sem við lögðum áherslu að hún fengi tíma til að ná sér en þeir fóru ekki eft­ir þeim ráðlegg­ing­um og sögðu á móti að við hefðum látið hana spila á EM eft­ir höggið. Þetta er að mörgu leyti dæmi um hvernig á ekki að gera hlut­ina og þetta kveikti svo­lítið í mér að standa bet­ur að þessu en við lærðum mikið á þessu ferli. Mér fannst þetta ofboðslega leiðin­legt og við misst­um einn besta leik­mann okk­ar frá upp­hafi.“

Lág­marks­hvíld frá keppni er vika

Gera má ráð fyr­ir því að leiðbein­ing­arn­ar sem nú er hægt að nálg­ast hjá KSÍ séu virki­lega gott inn­legg í fræðsluna um höfuðáverka í íþrótt­um og hvernig skuli bera sig að. Gætu þær reynst sjúkraþjálf­ur­um dýr­mæt­ar þegar taka þarf af skarið í miðjum leik. „Ég ætla ekki að halda því fram að leiðbein­ing­ar okk­ar séu full­komn­ar en þær ættu að hjálpa þeim sem eru að þjálfa íþrótta­fólk og krakka. Ekki eru alltaf lækn­ar til staðar og leiðbein­ing­arn­ar ættu að geta hjálpað sjúkraþjálf­ur­um að taka ákv­arðanir. Ef grun­ur leik­ur á að um heila­hrist­ing sé að ræða þá fer leikmaður­inn ekki aft­ur inn á völl­inn. Viðkom­andi spil­ar ekki aft­ur fyrr en búið er að trappa upp æf­inga­álagið og sjá hvort íþróttamaður­inn þoli það. Ein­kenn­in eru ekki bara höfuðverk­ur og ógleði. Hugsa þarf út í það að sum ein­kenni koma seinna í ferl­inu. Síðar geta komið upp vanda­mál með ein­beit­ingu, ljós­fælni, hljóðfælni og ým­is­legt fleira. Ef skamm­ur tími líður á milli höfuðhögga þá get­ur það leitt til var­an­legr­ar ör­orku og í til­felli barna gæti það verið lífs­hættu­legt. Leik­menn vilja spila en við vilj­um ekki fá ann­an nýj­an höfuðáverka áður en þú hef­ur jafnað þig á hinum. Það er aðal­atriðið í þessu,“ út­skýrði Reyn­ir og hann tel­ur einnig mik­il­vægt að ferlið sem tek­ur við sé í takti við leiðbein­ing­arn­ar.

„Í Scat 3 er einnig að finna leiðbein­ing­ar um hvaða und­ir­bún­ing­ur er æski­leg­ur áður en íþróttamaður sem fær heila­hrist­ing get­ur snúið aft­ur til keppni. Við sett­um inn að karl­ar og kon­ur eldri en 19 ára með ein­kenni heila­hrist­ings, spili ekki aft­ur fyrr en í fyrsta lagi eft­ir viku og að því gefnu að viðkom­andi þoli æf­inga­álag áður. Viðkom­andi þarf að vera al­veg ein­kenna­laus á öðrum degi og þola alla upp­tröpp­un á álagi fram að keppni. Auk þess þarf fólk að fá hvíld frá ýmsu áreiti, eins og tölv­um. Varðandi krakka yngri en 19 ára þá höf­um við þetta viðmið hálf­an mánuð. Sum­ir telja að það eigi að vera mánuður og því er æski­legt að fylgj­ast mjög vel með krökk­um og ung­ling­um í þess­ari stöðu, meðal ann­ars með til­liti til náms. Í mín­um fyr­ir­lestr­um hef ég lagt áherslu á að lækn­ar og sjúkraþjálf­ar­ar íþróttaliða ræði þessi mál við þjálf­ar­ana. Við höf­um lagt þá línu að ef grun­ur leik­ur á heila­hrist­ingi þá fari leikmaður­inn ekki aft­ur inn á. Það á að vera á hreinu,“ sagði Reyn­ir Björns­son enn­frem­ur við Morg­un­blaðið.

Greinin birtist á www.hugarfar.is

Facebook Comments Box