Fæðuval á ferð og flugi

Ferðalög til og frá keppni eru oft löng og þreytandi. Rétt og næg næring við slíkar aðstæður er forsenda þess að góður árangur náist. Það væri grátlegt ef árangur margra mánaða þrotlausra æfinga og undirbúnings færi í súginn vegna ónógs undirbúningsmatar og drykkjar á leiðinni til og á keppnisstað. Rétt fæði á leið frá keppnisstað hefur líka sitt að segja fyrir endurheimt líkamans eftir keppni og undirbúning hans fyrir frekari átök, hvort sem um er að ræða næstu keppni eða nýtt æfingatímabil.

Nokkur atriði til að hafa í huga á ferðalögum
• Minni aðgangur að kunnuglegum og æskilegum mat
• Meira framboð á óvanalegri og óæskilegri fæðu, sem dregur úr matarlyst
• Breytingar á hitastigi og hæð yfir sjávarmáli breyta næringarþörfum
• Hreint vatn og hreinlæti er vandamál í sumum löndum
• Daglegar lífsvenjur raskast vegna ferðalaga, keppni og taugaspennu

Hollráð
• Þvoið vandlega og afhýðið alla ávexti
• Þvoið vandlega og sjóðið allt grænmeti
• Forðist rétti sem innihalda ósoðin egg og majones
• Forðist hrátt og illa soðið kjöt og fisk

Facebook Comments Box