Athyglin þín býr til raunveruleikann þinn

Athyglin er magnað fyrirbæri. Hún er virkilega valbundin og afmörkuð, því ef við myndum þurfa að veita öllu athygli í lífinu þá myndi hausinn á okkur sennilega springa. Við eigum ekki fræðilegan möguleika á að pæla í öllu í kringum okkur og þessvegna verða venjur til.

Athyglin býr til okkar raunveruleika. Raunveruleikinn okkar er byggður upp með hvernig við sjáum hlutina. Þessvegna getur verið gott að pæla aðeins í hverju þú ert að veita athygli dagsdaglega. Ertu með athyglina á það sem þú þarft eða það sem þér vantar? Ertu að dæma þig sjálfan og það sem annað fólk gerir? Ertu ávallt með athyglina á því neikvæða við upplifunina þína?

Hvert þú kýst að beina athyglinni hefur mikil áhrif á hvernig þú upplifir lífið þitt. Það er hættulegt að næra neikvæðu hliðar tilverunnar með því að vera með athyglina fasta á það sem þig vantar og það slæma við hverja upplifun. Það hefur ekki góð áhrif á þig og aðra í kringum þig. Þér líkar ekki vel við lífið þitt og þú smitar neikvæðni í annað fólk og það er fátt þreyttara en neikvætt fólk.

Því er mikilvægt að horfa björtum augum á tilveruna. Sjáðu það góða í upplifunum. Gríptu þig þegar þú ert að hugsa um slæmu eiginleikana við upplifunina eða þú ert að kvarta yfir tilverunni eða dæma annað fólk. Upplifanir eru nefnilega ekki bara góðar eða slæmar, þær eru yfrleitt sambland af þessu tvennu. Það er alltaf eitthvað jákvætt við það sem þú ert að upplifa. Snúðu raunveruleikanum þér í hag með að beina athyglinni þinni á það góða hverju sinni. Þetta er verðugt verkefni. Vertu þakklát/ur í staðinn fyrir að kvarta og kveina. Það er fullt gott við þig sjálfan og þína tilveru. Með því að líta jákvæðum augum á tilveruna býrð þú til betri raunveruleika, sem nærir sjálfan þig, aðra í kringum þig og heimurinn verður að betri stað.

Höfundur greinar er Beggi Ólafs – www.beggiolafs.com

Facebook Comments Box