Þolþjálfun með bolta
Við Þolþjálfun á knattspyrnufólki ætti að leitast við að hafa æfingarnar sem fjölbreyttastar svo þjálfunin hafi áhrif á flesta þá þætti sem við koma knattspyrnuiðkun. Margir fræðimenn í íþróttafræðinni telja að stór hluti af þolþjálfun knattspyrnufólks ætti að vera framkvæmd með bolta.
Ástæðurnar fyrir því segir hann vera að í fyrsta lagi sé knattspyrnufólkið að þjálfa þá vöðva sem notaðir eru í leik. Í öðru lagi geta leikmenn þjálfast tæknilega og taktískt undir aðstæðum sem eru leiklíkar. Í þriðja lagi er þolþjálfun með bolta skemmtilegri og leikmenn finna fyrir meiri áhuga en þegar þeir eru t.d að spretta án bolta.
Þó hefur þessi aðferð verið gagnrýnd fyrir það að leikmenn leggja ekki nægilega hart að sér þegar þeir æfa með bolta. Þessu er þó hægt að breyta með því að stækka svæðið sem æft er á eða minka fjölda leikmanna sem eru að æfa.
T.d er hægt að láta leikmenn spila 4 á móti 4 á 1/3 hluta af leikvelli.
Ef þjálfarinn telur að álagið sé ekki nægilegt þá er hægt að stækka æfingasvæðið í hálfan völl. Leikmenn þurfa þá að fara yfir stærra svæði. Rannsókn sem gerð var á þessu atriði sýndi að þegar svæðið var stækkað þá jókst meðal hjartsláttatíðni leikmanna.