Hvað er kreatín?
Kreatín er amínósýra sem notuð er til að geyma orku í vöðvafrumum. Orkan semgeymd er í kreatíni er notuð við snögga og mikla áreynslu og gengur hún yfirleitt tilþurrðar á innan við hálfri mínútu. Með inntöku kreatíns er reynt að auka þennanorkuforða með það fyrir augum að seinka vöðvaþreytu og hraða endurheimt. Þetta er einkum vinsælt hjá þeim sem stunda íþróttagreinar þar sem snerpa, hraði og styrkurskipta meginmáli.
Líkaminn framleiðir sjálfur kreatín og fær það einnig úr fæðunni, einkum kjöti og fiski.
Kreatín er það fæðubótarefni á markaðnum í dag sem hefur verið einna mestrannsakað. Flestum rannsóknum ber saman um gagnsemi þess að taka inn viðbótarkreatín. Þó er mikilvægt fyrir þá sem það gera að drekka nægan vökva samhliðanotkun kreatíns til að forðast hættu á vöðvakrampa.