Fæða og jurtir sem styrkja svefninn

ÞAÐ SEM VEIKIR TAUGAKERFIÐ:

  • Unnið kolvetni ( hvítur sykur, hvítt hveiti, hvítt pasta), líkaminn kallar á meira B1 vítamín þegar um mikið sykurát er að ræða. Þá getur líkaminn farið að taka þetta vítamín frá taugunum sjálfum sem getur leitt til afbrigðilegs hegðunarmynsturs. 
  • Kaffi getur komið af stað taugaveiklun í viðkvæmu fólki og einnig hindrað upptöku zinks og járns. 
  • Súkkulaði. 
  • Allir sykurbættir drykkir. 
  • Trefjar í óhófi. 
  • Reykingar Hass og fleiri eiturlyf

STRESS MIKILVÆGT AÐ NÆRA TAUGAKERFIÐ VEL 
Matur getur bæði nært taugakerfið og brotið niður. Umhverfi getur bæði nært taugakerfið og brotið niður.

Regla skiptir miklu máli – í öllu. Skiptir máli að kunna að stoppa þegar fólk finnur að batteríin eru að tæmast.

Líkamlegir kvillar stafa oft af andlegu álagi. Kunna að stoppa þegar fyrstu skilaboðin berast um að eitthvað sé að. Muna að við höfum val um það hvernig okkkur líður – MUNA AÐ ÞAÐ ER EKKERT ÓMÖGULEGT

HVAÐ ANNAÐ SKIPTIR MÁLI?:

  • SVEFN: Sofa 8 tíma og fara að sofa fyrir 11.00 fimm sinnum í viku. FÆÐA OG JURTIR SEM STYRKJA SVEFNINN
  • ÖNDUN: Muna að anda vel. Draga andann djúpt yfir daginn eins oft og þú mannst. Nota lungun í það sem þau voru gerð fyrir. 
  • SLÖKUN: Róa hugann, fara í slökun 1 sinni á dag í 10 mínútur. 
  • MATARÆÐI: Skiptir máli að fæðið sé hreint ekkert unnið eða eitthvað sem ekki finnst í náttúrunni í matnum. Muna að hafa það fjölbreytt.
  • HLÁTUR: Muna að sjá skoplegu hliðarnar á lífinu og leyfa þér að finna fyrir gleðinni. Ekki taka lífinu of alvarlega. 
  • ÚTIVERA: Vera úti til að fá gott súrefni. Það er mjög oft sem vantar hreinlega meira súrefni í skrokkinn til að láta okkur líða betur. 
Facebook Comments Box