Undanúrslit VÍS bikarsins í kvöld
Báðir leikir undanúrslita VÍS bikars karla verða leiknir í kvöld, og sýndir í beinni útsendingu á RÚV 2.
Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Njarðvíkur og ÍR í Ljónagryfjunni í Njarðvík, en leikurinn hefst stundvíslega kl. 18:00. Seinni viðureignin er milli Stjörnunnar og Tindastóls í Mathús Garðabæjarhöll Stjörnunnar, sem hefst kl. 20:00.
Eins og áður segir eru báðir leikirnir í beinni á RÚV 2, en sigurliðin komast í VÍS bikarúrslitin 2021, hvar leikið verður í Smáranum á laugardag kl. 19:45.
Facebook Comments Box