VÍS bikarinn: Þessi lið mætast í úrslitum á morgun í Smáranum

Það verða Haukar og Fjölnir sem mætast í úrslitaleik í VÍS bikar kvenna á laugardaginn í Smáranum kl. 16:45. Haukarnir slógu út lið Vals og Fjölnisliðið unnu Njarðvík og Fjölniskonur komnar í bikarúrslit í fyrsta sinn.

Hjá körlunum unnu Stjarnan lið Tindastóls í háspennuleik og Njarðvík lagði ÍR nokkuð sannfærandi. Úrslitaleikur Stjörnunnar og Njarðvíkur fer einnig fram í Smáranum og hefst leikurinn kl. 19:45

Það verður því mikil spenna í VÍS bikarnum á morgun laugardag en báðir leikirnir verða sýndir í beinni á RÚV2.

Facebook Comments Box