KSÍ birtir myndband um höfuðhögg – Ekki harka af þér!

KSÍ hefur birt áhrifaríkt myndband um hættuna sem fylgir höfuðhöggum í fótbolta. Skilaboðin eru skýr: „Ekki harka af þér höfuðhögg.“

Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, leikmaður ÍA, talar þar um höfuðhögg sem hún fékk í leik gegn Fylki árið 2014. Heiðrún var rúmliggjandi í tvær vikur eftir höfuðhöggið og frá keppni í tvö ár.

„Það sem ég sé eftir í dag er að hafa ekki tekið betur á þessu. Ég var alltaf að reyna að harka af mér og reyna að mæta á æfingu. Ef ég hefði tekið þessu alvarlega og tekið pásu þar til að ég var orðin góð þá er ég viss um að þetta hefði ekki jafnmikil áhrif á mig í dag,“ segir Heiðrún.


Facebook Comments Box