Þjálffræði knattspyrnunnar
Knattspyrnumenn nútímans þurfa að vera í alhliða líkamlega góðu formi til að standast kröfur knattspyrnunnar. Fáar íþróttir eru spilaðar á jafn stórum velli, í svo langan tíma án þess að regluleg leikhlé eigi sér stað. Til að mynda hefur það verið fundið út að knattspyrnumaður á háu getustigi skilar á milli 8-12 km á hreyfingu í hverjum leik. Það inniheldur m.a. 24% af leiknum á göngu, 36 % skokkandi, 20% í svighlaupum, 11 % í sprettum, 7 % í afturábak hlaupum og aðeins 2% þar sem leikmaður heldur bolta á tám sér(Sport fitness advisor, e.d.).
Einnig hefur verið sýnt fram á að knattspyrnumaður breytir um ákefð í kringum 1300 skipti í hverjum leik. Þetta þýðir að afreksmenn greinarinnar verða að taka á sem flestum þjálfunarþáttum til að árangur verði sem mestur. Mikilvægustu þættir líkamlegrar þjálfunar knattspyrnumanna eru: styrkur, snerpa, kraftur, loftfirrt þol, loftháð þol og liðleiki.
Greinin birtist fyrst á ksi.is