Liðleikaþjálfun er nauðsynleg

Íþróttafólk hefur lengi haft það orð á sér að teygja ekki nóg. Liðleikaæfingar eru jafn nauðsynlegar eins og aðrar líkamlegar æfingar fyrir íþróttafólk. Sérstaklega er talað um að knattspyrnufólk þurfi að hafa góðan liðleika í mjöðmum því ef hann vantar getur það hæglega haft áhrif á aðgerðir leikmannsins í hröðu viðbragði, snúningum og sprettum. Einnig geta liðleikaæfingar dregið úr meiðslahættu leikmanns og þá sérstaklega vöðvameiðslum.

Liðleika er skipt í tvo flokka annars vegar kyrrstöðuliðleika og hins vegar hreyfiliðleika. Kyrrstöðuliðleikaæfingar eru þessar hefðbundnu teygjur þar sem leikmenn stoppa eftir upphitun eða leik og teygja á úr kyrrstöðu í ákveðin tíma.

Hreyfiliðleikaæfingar eru hins vegar liðleikaæfingar þar sem liðamót eru liðkuð upp með hreyfingu. Í dag er vinsælt að nota hreyfiliðleikaæfingarnar í upphitun og eftir hana en kyrrstöðuliðleikaæfingarnar í lok æfinga og eftir leiki.

Greinin birtist fyrst á ksi.is

Facebook Comments